[Gandur] Hagnýting og miðlun þjóðfræðiefnis: Pallborðsumræður

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Jan 11 21:32:19 GMT 2017


Góða kvöldið,

Smá breyting hefur orðið á hverjir verða í pallborði núna á föstudaginn
(13. janúar kl. 17:00 í Reykjavíkur Akademíunni) og uppfærðan lista er að
finna hér að neðan:

Jón Jónsson segir frá Rannsóknarsetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu.
Ólöf Magnúsdóttir segir frá gagnvirku upplifunarsýningunni Huliðsheimar.
Sóley Björk Guðmundsdóttir segir frá smáforritinu Lifandi landslag.
Særún Lísa Birgisdóttir segir frá fyrirtæki sínu Lisa day tours og hvernig
nýta má þjóðfræði í ferðaþjónustu.

Eftir þetta verða svo spurningar og umræður um efnið.

Eftir að viðburðinum lýkur munum við svo rölta saman yfir á einhvern
notalegan bar og halda spjallinu og fjörinu áfram.


Við viljum einnig minna á málþingið: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri:
Tilurð, samhengi og söfnun, sem haldið verður í fyrirlestrasal
Landsbókasafnsins, Þjóðarbókhlöðunni, daginn eftir eða laugardaginn 14.
janúar kl. 12:30-17:00.

Allir hjartanlega velkomnir!

Kær kveðja,
Félag Þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list