[Gandur] Hagnýting og miðlun þjóðfræðiefnis: Pallborðsumræður

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Thu Jan 5 19:17:08 GMT 2017


Góðan dag!

Þjóðtrúardaginn mikla, föstudaginn 13. janúar kl. 17:00-19:00 fara fram
pallborðsumræður með þemanu hagnýting og miðlun þjóðfræðiefnis í húsnæði
Reykjavíkur Akademíunnar, Þórunnartúni 2.

Þar munu nokkrir þjóðfræðingar segja frá verkefnum sem þeir hafa unnið að
uppá síðkastið, eftir það verða svo spurningar og umræður um efnið.

Bryndís Björgvinsdóttir segir frá þáttunum Reimleikar.
Jón Jónsson segir frá Rannsóknarsetri HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofu.
Ólöf Magnúsdóttir segir frá gagnvirku upplifunarsýningunni Huliðsheimar.
Sóley Björk Guðmundsdóttir segir frá smáforritinu Lifandi landslag.

Eftir að viðburðinum lýkur munum við svo rölta saman yfir á einhvern
skemmtilegan bar og halda spjallinu og fjörinu áfram.

Allir hjartanlega velkomnir - Hlökkum til að sjá ykkur!


More information about the Gandur mailing list