[Gandur] Sælkerabyltingin á Norðurlöndum:Eldhúsnautnir og stjörnukokkar - fyrirlestur 8. feb kl. 16

Elísa Jóhannsdóttir ej at hi.is
Mon Feb 6 11:30:05 GMT 2017


 
Sælkerabyltingin á Norðurlöndum: Eldhúsnautnir og stjörnukokkar 

Námsbraut í þjóðfræði og safnafræði býður öllum áhugasömum á fyrirlestur Håkans Jönsson: „The Gastronomic Revolution in Scandinavia.“ 

Miðvikudaginn 8. febrúar 
Kl. 16:00-17:00 
Stofa 101 í Odda
Lýsing:

Ferðalag kokksins frá kabyssunni („Kámugur um kjaftinn bæði og trýn fallera/kann hann ekki að skammast sín það svín fallera“) til núverandi stöðu sem sjónvarpsstjarna og fyrirmynd er ein ásjóna sælkerabyltingarinnar.

Þróun veitingarekstrar frá kostgöngu til stjörnuveitingastaða er önnur ásjóna, þróun ríkisafskipta frá skömmtunarseðlum til skipulagðrar vínþjónamenntunar er enn önnur.

Áhrif þessarar byltingar ná langt út fyrir veitingahúsin og hafa m.a. mótað borgarlandslagið, menningarlandslag sveitanna og fjölskyldulífið.

Hvernig gerðist þetta?

Fyrirlesturinn leitar svara við þessum spurningum. Allt byrjaði þetta í eldhúsinu.

Håkan Jönsson er dósent í þjóðfræði við Lundarháskóla, en er jafnframt menntaður kokkur og starfaði í áratug á veitingahúsum áður en hann fór í doktorsnám í þjóðfræði. Doktorsritgerð hans frá 2005 fjallar um mjólk og menningarlegt gildi hennar í Svíþjóð á 20. öld, en hann hefur ritað fjölda bóka um mat og matarhætti, m.a. um sælkerabyltinguna, matarferðaþjónustu, matvælaiðnað, matarsögu, mat í fjölmiðlum, og um breytilegar hugmyndir um mat og heilsu.

Fyrirlesturinn verður haldinn á ensku og er á vegum námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði við Háskóla Íslands.

Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.


More information about the Gandur mailing list