[Gandur] Miðasala fyrir Þorrablót!

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Feb 3 15:56:05 GMT 2017


Nú styttist óðfluga í Þorrablótið sem verður haldið með pompi og prakt
laugardaginn 11. febrúar!


Miðasala verður í fullum gangi í næstu viku frá mánudegi - fimmtudags á
milli 12:00-15:00 í Odda í Háskóla Íslands á 2. eða 3. hæð og aðeins 90
miðar í boði!

Verð fyrir meðlimi Félags Þjóðfræðinga á Íslandi er 6500 kr.

Verð fyrir aðra þjóðfræði unnendur er 7500 kr.

Ef þið komist ekki á svæðið getið þið sent okkur skilaboð á facebook eða þá
á felagthjodfraedinga at gmail.com og við sendum þá upplýsingar svo hægt sé að
leggja inn fyrir miðanum!


Mikið fjör verður á Þorrablótinu: ljúffengur matur, þjóðlegar skreytingar
og frábær skemmtiatriði, að ógleymdu happdrætti! Staðsetning er sú sama og
í fyrra, í sal Flugvirkja í Borgartúni 22, á þriðju hæð. Húsið opnar kl.
18.00, þá er fordrykkur og myndahorn fram að 19:00 en þá hefst borðhald.

Fordrykkurinn er í boði Þjóðbrókar og FÞÍ. Matur er frá Soho. Á staðnum er
enginn bar, svo gestum er frjálst að hafa eigin guðaveigar meðferðis. Flutt
verða minni karla og kvenna, vikivaki, söngur og fleira.


Frekar upplýsingar má nálgast á facebook:

https://www.facebook.com/events/227637944312643/


Hlökkum til að sjá ykkur!

Fyrir hönd Félags Þjóðfræðinga á Íslandi,
Dagrún Ósk


More information about the Gandur mailing list