[Gandur] Tvær doktorsnemastöður og ein nýdoktorastaða í Gautaborgarháskóla

Valdimar Tr. Hafstein vth at hi.is
Mon Apr 24 09:50:53 GMT 2017


Sælar og sælir félagar,

Mér var að berast ábending um að tvær doktorsnemastöður væru lausar til
umsóknar við Gautaborgarháskóla, auk einnar nýdoktorastöðu, og að umsóknum
frá umsækjendum utan Svíþjóðar yrði tekið jafn vel og innlendum umsóknum.
Stöðurnar eru allar við menningarverndardeildina (Institutionen för
kulturvård / Conservation), sem var upphaflega sérstakt kjörsvið innan
þjóðfræðideildar sama háskóla en er nú stór þverfagleg deild (með allt frá
skipulagsfræðingum til efnafræðinga innanborðs, auk þjóðfræðinga) með
sterkan þjóðfræðilegan streng.

Umsjónarmenn rannsóknarverkefnanna sem doktorsnemastöðurnar tilheyra eru
báðar vinkonur þjóðfræðinnar við HÍ, annars vegar Katarina Saltzmann sem
kenndi hjá okkur sl. haust lotunámskeið um samlífi jurta og manna og hins
vegar Ingrid Martins Holmberg sem kemur hingað í ágúst og kennir
lotunámskeið um borgina sem tímavél. Umsóknarfrestur er til 10. maí.

Doctoral student in conservation specializing in cultural heritage at the
garden's markets:
http://www.gu.se/english/about_the_university/job-opportunities/vacancies-details/?id=206

Doctoral student in conservation specializing in ethics of maintenance and
repair of buildings:
http://www.gu.se/english/about_the_university/job-opportunities/vacancies-details/?id=205

Postdoctoral Research Fellow in Heritage Conservation with specialization
in cultural heritage, conflict and urbanization:
http://www.gu.se/english/about_the_university/job-opportunities/vacancies-details/?id=378

Með góðri kveðju,
Valdimar

----------------
Valdimar Tr. Hafstein, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands
Valdimar Tr. Hafstein, Professor of Folkloristics/Ethnology, University of
Iceland
http://www.hi.is/felags_og_mannvisindadeild/thjodfraedi
http://hi.academia.edu/ValdimarHafstein




More information about the Gandur mailing list