[Gandur] Geturðu hjálpað okkur að vekja athygli á framhaldsnámi í þjóðfræði?

Valdimar Tr. Hafstein vth at hi.is
Tue Apr 11 16:25:22 GMT 2017


Kæru þjóðfræðingar,

Frestur til að sækja um framhaldsnám við HÍ rennur út á laugardaginn. Má
ég biðja þau ykkar sem eru á Facebook um að deila og láta ykkur líða við
færslu frá deildinni sem bendir áhugasömum á nám í þjóðfræði og minnir á
þennan umsóknarfrest?

Færsluna má finna á fésbókarsíðu námsbrautarinnar og fylgir með mynd af
Honecker og Brezhnev í sleik, marglaga alþýðumenning af Berlínarmúrnum:

https://www.facebook.com/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0fr%C3%A6%C3%B0i-vi%C3%B0-H%C3%A1sk%C3%B3la-%C3%8Dslands-103388049745281/

Hjálpumst að við að hjálpa fólki að finna rétta hillu í lífinu!

Við fáum svo kannski að leita til ykkar aftur síðar með sambærilega
auglýsingu um grunnnámið (umsóknarfrestur í það rennur ekki út fyrr en 5.
júní).

Með bestu þökkum,
Valdimar
--------------------

Viltu sjá daglegt líf í nýju ljósi? Í þjóðfræði læra nemendur um andóf og
alþýðumenningu, sögur og sagnir, karlmennsku og kvenleika, fatnað og
tísku, húmor og ómenningu, heimilishætti, matvenjur og menningararf á
Íslandi og um allan heim. Umsóknarfrestur í MA nám er til 15. apríl,
umsóknarfrestur um BA nám er til 5. júní.

Þjóðfræðingar starfa á flestum sviðum samfélagsins, margir í menningar- og
menntageiranum: í sjónvarpi, útvarpi og dagblöðum, á söfnum og
menningarmiðstöðvum og í ferðaþjónustu, við útgáfu, vefstjórn og
sýningargerð, við háskóla, framhaldsskóla og grunnskóla, en líka hjá
sveitarfélögum og ráðuneytum.



More information about the Gandur mailing list