[Gandur] Mitt eða okkar? Heimilið sem siðakerfi - Orvar Löfgren

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Sun Apr 2 22:16:03 GMT 2017


Fyrirlestur sem engin ætti að láta fram hjá sér fara  5. apríl í Odda 101
kl 16-17


*Mitt eða okkar? Heimilið sem siðakerfi*


Heimilið er sá staður þar sem fólk lærir að skilgreina og meðhöndla hvað
það á, hvað er annarra og hvað sameiginlegt. Hvernig hefur sjálfsvitundin
þróast í heimilislífi nútímans og hvernig hefur hún bundist hlutum og
tilfinningum? Stöðugar samningaumleitanir eiga sér stað um þá hluti sem ég
á, um skyldur þínar, hvað við höfum áhuga á og hvað það er sem við tökum
okkur fyrir hendur. Sjónum verður beint að því félagslega ferli sem hulið
er í daglegri rútínu, tilfinningum og látbragði. Heimilið er siðakerfi þar
sem glímt er við viðkvæma þætti á borð við sanngirni, skyldur og réttindi.
Það sem á yfirborðinu virðast léttvægar aðstæður geta leitt til
tilfinningalegs umróts.


Orvar Löfgren er prófessor emeritus við Háskólann í Lundi í Svíþjóð og
doktor í þjóðfræði. Hann er einn þekktasti þjóðfræðingur heims og hefur
mótað fagið á Norðurlöndum á síðustu 40 árum, en áhrif hans ná jafnframt
langt út fyrir þjóðfræðina til ýmissa grannfaga. Á síðasta ári kom út eftir
hann bókin *Exploring Everyday Life: Strategies for Ethnography and
Cultural Analysis *(með Billy Ehn og Richard Wilk) og er það tíunda bókin
sem kemur út eftir hann, fyrir utan hátt í 100 greinar og bókakafla í
fræðiritum.
Allir velkomnir.

Fyrirlesturinn er á vegum Félags þjóðfræðinga á Íslandi og Mannfræðifélags
Íslands, í samstarfi við námsbraut í þjóðfræði og safnafræði.


More information about the Gandur mailing list