[Gandur] Aðalfundur Félags þjóðfræðinga

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Nov 18 08:51:33 GMT 2016


Sæl öllsömul

Við viljum minna á aðalfund Félags þjóðfræðinga sem haldin verður í dag
klukkan 18.00. Fundurinn fer fram í Reykjavíkurakademíunni, Þórunnartúni 2
105 Reykjavík.

Boðið verður uppá léttar veitingar eftir fundinn og tækifæri til að ræða
fyrrum stjórnarstörf, komandi stjórn, stjórnarmyndanir, myndlíkingar og
líkvökur svo fátt eitt sé nefnt. Fráfarandi stjórn hyggst þó ekki stýra
sérstaklega þessum óformlegu umræðum svo umræðuvettvangurinn er algjörlega
opinn og frjáls.

Fyrir fundinum liggja hefðbundin aðalfundastörf ásamt því að gerðar hafa
verið tillögur að breytingum á lögum félagsins. Senda má inn skriflega
athugasemdir við þessar breytingartillögur á netfang ritara sid3 at hi.is eða
á félagið á netfangið felagthjodfraedinga at gmail.com. Einnig óskum við eftir
að athugasemdir við dagskrá fundarins berist okkur í tíma ef einhverjar
eru.

Á aðalfundi félagsins er kosin ný stjórn og því óskum við eftir framboðum
til stjórnarsetu. Í stjórn félagsins sitja formaður, ritari og gjaldkeri en
auk þeirra eru tveir varamenn.

Félagsmönnum er sérstaklega bent á að kynna sér þær breytingartillögur á
lögum félagsins sem að liggja fyrir fundinum. Þær eru nákvæmlega
tilgreindar hér fyrir neðan ásamt núgildandi lögum félagsins. Þessar
tillögur verða ræddar og kosið um þær en 2/3 fundarmanna þurfa að samþykkja
breytingarnar svo þær taki gild

Fundurinn er öllum opinn þó aðeins félagsmeðlimir geti greitt atvæði. Við
hvetjum því alla áhugasama til að koma kynna sér hvernig félagið starfar og
eiga með okkur góða kvöldstund

Í viðhengi má finna lög félagsins og breytingatillögur ásamt dagskrá
fundarins.

Hlökkum til að sjá ykkur
Með bestu kveðju
Stjórn Félags Þjóðfræðinga á Íslandi
---


More information about the Gandur mailing list