[Gandur] Fwd: Aðalfundarboð Félags þjóðfræðinga

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Fri Nov 4 13:40:17 GMT 2016


*Aðalfundarboð*

*Aðalfundur Félags þjóðfræðinga á Íslandi*



Boðað er til aðalfundar Félags þjóðfræðinga á Íslandi þann 18. nóvember
klukkan 18:00. Fundurinn verður haldinn í sal Reykjavíkur Akademíunnar að
Þórunnartúni 2 (Skúlatúni 2) 105 Reykjavík.

Fyrir fundinum liggja hefðbundin aðalfundastörf ásamt því að gerðar hafa
verið tillögur að breytingum á lögum félagsins. Senda má inn skriflega
athugasemdir við þessar breytingartillögur á netfang ritara sid3 at hi.is eða
á félagið á netfangið felagthjodfraedinga at gmail.com. Einnig óskum við eftir
að athugasemdir við dagskrá fundarins berist okkur í tíma ef einhverjar
eru.

Á aðalfundi félagsins er kosin ný stjórn og því óskum við eftir framboðum
til stjórnarsetu. Í stjórn félagsins sitja formaður, ritari og gjaldkeri en
auk þeirra eru tveir varamenn.

Félagsmönnum er sérstaklega bent á að kynna sér þær breytingartillögur á
lögum félagsins sem að liggja fyrir fundinum. Þær eru nákvæmlega
tilgreindar hér fyrir neðan ásamt núgildandi lögum félagsins. Þessar
tillögur verða ræddar og kosið um þær en 2/3 fundarmanna þurfa að samþykkja
breytingarnar svo þær taki gildi.

Vonandi geta sem flestir mætt en eftir fundinn verður boðið uppá léttar
veitingar.

Með bestu kveðju

Stjórn Félags Þjóðfræðinga á Íslandi



Núgildandi lög félagsins:



*Lög Félags þjóðfræðinga á Íslandi*



*1. gr. *Félagið heitir Félag þjóðfræðinga á Íslandi. Lögheimili þess og
varnarþing er í Reykjavík.

*2. gr. *Félagar geta orðið:

a)      Þeir sem lokið hafa háskólaprófi, (BA-prófi hið minnsta), með
þjóðfræði

sem aðal eða aukagrein.

b)      Þeir sem hafa háskólapróf í öðrum greinum og stunda
þjóðfræðirannsóknir.

c)      Aðrir sem stjórn telur uppfylla þær kröfur sem gera verður til
háskólamenntaðra þjóðfræðinga.

*3. gr. *Markmið félagsins er að efla þjóðfræðirannsóknir, kynna
fræðigreinina, styðja við þjóðfræðikennslu og miðlun fræðanna til
almennings. Félagið stuðlar að samvinnu þeirra sem starfa við fagið og
gætir hagsmuna þjóðfræðinga. Ennfremur er tilgangur félagsins að efla
samstarf íslenskra þjóðfræðinga við erlenda fræðimenn á sama sviði og
samtök þeirra.

*4. gr. *Aðalfundur skal haldinn í októbermánuði ár hvert og skal hann
boðaður með minnst hálfs mánaðar fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef
löglega er til hans boðað. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi og skulu
félagar sjötugir og eldri undanþegnir greiðslu þess. Heimilt er að kjósa
heiðursfélaga og skulu þeir undanþegnir árgjaldi.

*5. gr. *Stjórn félagsins skipa þrír menn: Formaður, gjaldkeri og ritari og
tveir menn til vara. Stjórnarmenn skulu kosnir á aðalfundi til eins árs í
senn og skal kosning vera skrifleg ef þess er óskað. Formann skal kjósa
sérstaklega. Þjóðbrók félag þjóðfræðinema við Háskóla Íslands tilnefnir
einn áheyrnarfulltrúa í stjórnina með umræðu- og tillögurétt. Á aðalfundi
skal stjórn félagsins skýra frá störfum félagsins á liðnu ári og leggja
fram endurskoðaða reikninga.

*6. gr. *Á aðalfundi skulu kosnir tveir endurskoðendur félagsins.

*7. gr. *Lög þessi taka þegar gildi. Þeim má aðeins breyta á aðalfundi og
þurfa að minnsta kosti 2/3 fundarmanna að samþykkja breytingar. Taka skal
fram í fundarboði ef lagabreytingar eru á dagskrá.

*8. gr. *Bráðabirgðarákvæði:

Allir þeir sem skrá sig í Félag þjóðfræðinga á Íslandi á fyrsta starfsári
þess skulu teljast stofnfélagar.





Hér með eru eftirfarandi tillögur um breytingar á lögum félagsins kynntar:



*Breytingartillögur varðandi 4. grein laga félagsins.*



*Till. 1.*

Tillaga að breytingum á 4. grein laga. Tillagan snýr að tímasetningu á
aðalfundi félagsins, að hann verði í maí í stað október ár hvert. Tillagan
hljómar svo:



*4. gr.*

*Aðalfundur skal haldinn í maí ár hvert og skal hann boðaður með minnst
hálfs mánaðar fyrirvara. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans
boðað. Árgjald skal ákveðið á aðalfundi og skulu félagar sjötugir og eldri
undanþegnir greiðslu þess. Heimilt er að kjósa heiðursfélaga og skulu þeir
undanþegnir árgjaldi. *





*Till. 2*

              Önnur breytingatillaga liggur fyrir varðandi 4. gr. laga
félagsins en hún er viðbót við 4. gr. og felur í sér að þessi grein laganna
taki sérstaklega fram að innheimt sé í félagið árlega, innheimt sé á sama
tíma ár hvert og það sé í hlut gjaldkera að sjá um innheimtuna.



Þessi breytingartillaga sem er viðbót við 4. gr. hljómar svo:



*Árgjald í félagið er innheimt árlega, í september ár hvert. Gjaldkeri sér
um að innheimta árgjald. *





*Breytingartillögur varðandi 5. grein félagsins*

*Til. 3.*



Einnig liggur fyrir tillaga að breytingum á 5. gr. laga félagsins. Tillagan
felur í sér að stjórnarmenn sitji tvö ár í senn í stað eins líkt og nú er.
Að auki felst breytingartillagan í því að við þrjá stjórnarmenn; formann,
gjaldkera og ritara bætast við tveir meðstjórnendur. Að auki skuli þá
kosnir tveir varamenn sem boðaðir eru á fundi félagsins en hafa ekki aðra
ábyrgð en að stíga inn í starf stjórnarmeðlims geti hann af einhverjum
orsökum ekki sinnt stjórnarsetu lengur.  Tillagan hljómar svo:



*5.gr <http://5.gr>.*

*Stjórn félagsins skipa fimm menn: Formaður, gjaldkeri og ritari auk
tveggja meðstjórnenda. **Einnig skulu kosnir tveir varamenn. Stjórnarmenn
skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn og á eftirfarandi máta:
Formann og einn meðstjórnanda skal kjósa á sléttu ári en ritara, gjaldkera
og annan meðstjórnanda á oddatölu ári. **Varamenn eru kosnir til eins árs.
Kosning skal vera skrifleg ef þess er óskað. Formann skal kjósa
sérstaklega. Þjóðbrók félag þjóðfræðinema við Háskóla Íslands tilnefnir
einn áheyrnarfulltrúa í stjórnina með umræðu- og tillögurétt. Á aðalfundi
skal stjórn félagsins skýra frá störfum félagsins á liðnu ári og leggja
fram endurskoðaða reikninga. *



*Till . 4*

Borist hefur önnur tillaga sem að einnig snýr að sömu atriðum; við
stjórnarmenn bætast tveir meðstjórendur, stjórnarsetu skal breytt í tvö ár
í senn en að auki er frekar tilgreint að stjórnin skipti með sér verkum
innbyrðis (fyrir utan formannsembættið). Hún hljómar svona:



*5. gr.*

*Stjórn félagsins skipa fimm menn: Formaður, gjaldkeri og ritari auk
tveggja meðstjórnenda. **Einnig skulu kosnir tveir varamenn. Stjórnarmenn
skulu kosnir á aðalfundi til tveggja ára í senn og á eftirfarandi máta:
Formann og einn meðstjórnanda skal kjósa á sléttu ári en ritara, gjaldkera
og annan meðstjórnanda á oddatölu ári. **Varamenn skulu kosnir til eins
árs. Kosning skal vera skrifleg ef þess er óskað. Formann skal kjósa
sérstaklega en stjórnarmenn skipta með sér öðrum verkum. Þjóðbrók félag
þjóðfræðinema við Háskóla Íslands tilnefnir einn áheyrnarfulltrúa í
stjórnina með umræðu- og tillögurétt. Á aðalfundi skal stjórn félagsins
skýra frá störfum félagsins á liðnu ári og leggja fram endurskoðaða
reikninga. *





Dagskrá fundarins verður á þessa leið:



*1. Fundur settur*

Fundarstjóri og ritari kynntir.

Fundarstjóri kynnir dagskrá.



*2. Ársstarfið*

Björk Hólm núverandi formaður félagsins fer yfir starfsemi félagsins
síðasta ár.



*3. Ársreikningur: Kynning á endurskoðun reikninga. *

Gjaldkeri félagsins Arndís Hulda Auðunsdóttir kynnir fundarmönnum
ársreikning félagsins.

Ársreikningur samþykktur/felldur með atkvæðum meirihluta fundarmanna.



*4. Kosið er um árgjald.*

*5. Kynntar tillögur að lagabreytingum*

Kynning og umræða um hverja tillögu.

Kosning um tillögur að lagabreytingum (2/3 fundarmanna þurfa að samþykkja
slíkar breytingar).



*6. Kosið í nýja stjórn:*

Frambjóðendur til embættis formanns kynna sig.

Kosið er um formannsembættið.

Frambjóðendur til embættis ritara, gjaldkera, (tveggja meðstjórnenda verði
tillaga 3 eða 4 samþykkt) og varamanna kynna sig.

Kosið er um þessi embætti.



*7. Kosnir eru nýir endurskoðendur reikninga fyrir félagið.*



*8. Ný stjórn kynnt.*



*9. Almennar umræður og fyrirspurnir.*

*Fundi slitið.*



*Boðið verður uppá léttar veitingar eftir fundinn. *


More information about the Gandur mailing list