[Gandur] Ævintýraóperan Baldursbrá

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Tue May 17 20:00:27 GMT 2016


Félag þjóðfræðinga vill kynna eftirfarandi fyrir áhugasama:

Ævintýraóperan Baldursbrá er ný íslensk ópera, samin af Gunnsteini
Ólafssyni og Böðvari Guðmundssyni. Óperan er fyrir fjóra einsöngvara,
barnakór og kammersveit. Verkið er óður til íslenskrar náttúru þar sem
renna saman íslensk þjóðlög og frumsamin tónlist.

Baldursbrá lifir áhyggjulausu lífi í lautu sinni við lítinn læk þegar Spóa
nokkurn ber að garði. Hann segir blóminu frá sólarlaginu sem blasir við
ofan af ásnum og hvetur hana til þess að koma með sér að njóta dýrðarinnar.
Þau fá Rebba til að bera blómið upp á ásinn en þar er hvorki skjól né vatn.
Hræðillegur Hrútur eigrar um í leit að æti og situr um líf Baldursbrá en
hann þarf líka að gæta sína á Rebba og fjörugum yrðlingum hans. Líf
Baldursbrár hangir á bláþræði og það er ekki fyrr en dýrin snúa bökum saman
að þeim tekst að bjarga lífi blómsins og bera það heim í lautuna góðu.

Með hlutverk Baldursbráar fer Fjóla Kristín Nikulásardóttir, Rebbi er
sunginn af Jóni Svavari Jósefssyni, Davíð Ólafsson syngur Hrútinn og
hlutverk Spóans er í höndum þjóðfræðinemans Eyjólfs Eyjólfssonar.

Óperan verður flutt í Hörpu 20., 21. og 22. maí – harpa.is/baldursbra


More information about the Gandur mailing list