[Gandur] Hungurverkfall árið 1981: Söguleg umræða og þjóðfrásagnir um Norður Írlandi á internetinu.

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Sun May 8 00:01:00 GMT 2016


Nú er komið að síðasta fyrirlestri Félags þjóðfræðinga á þessari önn og
ætlar enginn annar en Richard Allen að slá botnin úr tunnunni að þessu
sinni. Fyrirlesturinn er sem áður haldinn í samstarfi við Þjóðminjasafn
Íslands og fer fram *fimmtudaginn 12. maí klukkan 16.00* í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands.

Richard Allen skilaði meistararannsókn sinni í júní árið 2014 og mun flytja
sínar helstu niðurstöður. Í erindinu fjallar hann um rannsókn á
áframhaldandi deilu í samfélagi írskra lýðveldissinna (e. Irish Republican
community) og því stærra samfélagi kaþólikka-þjóðernissinna-lýðveldissinna
(e. wider Catholic/Nationalist/Republican community) í Norður Írlandi.
Deilan sem hófst árið 2005 snýst um að fullyrt hefði verið að Sinn Féin,
einn aðallýðveldisflokkur Norður Írlands, hafi árið 1981 látið sex deyja af
þeim tíu sem voru í hungurverkfalli. Fullyrt var að það hafi verið gert í
þeim tilgang að vinna inn atkvæði og fá völd innan stjórnmála. Í
verkefnefni er deilan skoðuð eins og hún birtist á „Republican.ie“, vefsíðu
írskra lýðveldissinna, og hvernig notendur mynda frásagnir um þessa atburði
sem áttu sér stað árið 1981.

Einkum eru skoðaðar athugasemdir á vefsíðunni gerðar frá árinu 2008 fram
til dagsins í dag til að finna síendurtekin hegðunarmynstur meðal
notendanna. Sem dæmi er skoðað hvernig notendur nýta sér hin ýmsu
sönnunargögn til að styðja við frásagnir sínar. Í þessu verkefni eru færð
rök fyrir því að samskonar hegðun finnist í stærri samfélagi írsku
lýðveldissinnanna heldur en bara meðal notenda vefsíðunnar „Republican.ie“.
Mögulega má finna samsvörun innan allra samfélaga og þar af leiðandi gæti
þessi hegðun varpað miklu ljósi á útbreiðslu frásagna í samtímanum og
hvernig þær mótast.

Eins og fram kom í upphafi mun þetta verða síðasti fyrirlestur félagsins að
sinni. Nú tekur við í sumarfrí og svo hittumst endurnærð og fróðleiksþyrst
á haustmánuðum.

Við minnum jafnframt á að enn er hægt að hafa samband við félagið ef þið
hafið áhuga á að styrka fyrirhugaða bókaútgáfu Árna Björnssonar og gerast
þannig áskrifendur af greinasafninu *Í hálfkæringi og alvöru* og fá nöfn
ykkar birt í sérstakri heillaóskaskrá fremst í ritinu. Það eina sem þarf að
gera er að senda póst á netfangið: felagthjodfraedinga at gmail.com fyrir 15.
maí nk. Í póstinum þarf að koma fram nafn viðkomandi og netfang. Bókin
verður um 400 síður og áætlað verð hennar er um 7000 krónur.


More information about the Gandur mailing list