[Gandur] Sumarskóli SIEF um andóf og traust: "Trusting Resistance. New Ethnographies of Social Movements and Alternative Economies"

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Fri Jan 29 11:07:01 GMT 2016


Góðan daginn kæru kollegar,

Ég vil vekja athygli ykkar á sumarskóla SIEF 2016 í Tübingen 24.-30. júní.
Þema sumarskólans að þessu sinni er andóf og traust: tilfinningar, mótmæli
og nýjar félagslegar hreyfingar. M.a. verður rannsakað hvað gerist þegar
traustið brestur í samfélaginu og hvernig annars konar traust verður
grundvöllur að mótmælasamkomum og að nýjum hreyfingum, hvort sem þær
myndast í kringum pólitík, heilsu, neyslu, trú eða mat, svo nokkur dæmi
séu nefnd. Í þessu samhengi verður m.a. horft til efnismenningar,
sviðsetningar, skynjunar, hljóðheims, ímynda, helgisiða og rýmisnotkunar.

Yfirskriftin er "Trusting Resistance. New Ethnographies of Social
Movements and Alternative Economies". Sumarskóli SIEF 2016 fer fram í
kastala þjóðfræðinnar sem gnæfir yfir hinn rómantíska miðaldaháskólabæ
Tübingen í Svabalandi, syðst í Þýskalandi. Hámarksfjöldi þátttakenda
verður 25.

Nánari upplýsingar er að finna hér:
http://www.siefhome.org/downloads/CfA_2[1].pdf
https://www.facebook.com/SIEFinfo

Með góðri kveðju,
Valdimar



More information about the Gandur mailing list