[Gandur] Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Tue Jan 26 14:04:24 GMT 2016


Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi verður frumsýnt 30. jan kl. 12.00 í Norðurljósum í Hörpu. Verð 2.000 kr.

Þessir tónleikar eru hluti af tónlistarhátíð tónskáldafélagsins, Myrkir músikdagar.

Þetta segir í auglýsingu:

Ævintýrið af Sölva og Oddi kóngi er glænýtt tónlistarævintýri, saga og tónlist eftir Báru Grímsdóttur byggt á íslenskum þjóðsögum og ævintýrum. Söngtextar eru eftir Helga Zimsen. Margrét Eir söngkona er í hlutverki sögumanns en einnig koma fram stúlknakór Neskirkju, 9 manna hljómsveit og dansarar. Stjórnandi er Magnús Ragnarsson en dansahöfundur Guðmundur Helgason.

Ævintýrið fjallar m.a. um Odd konung og Sölva sagnamann sem gerist ráðsmaður hjá kónginum og fléttar Bára saman nokkrum sögum þar sem fjallað er um samskipti mannheima og álfheima. Tónlistin er létt og leikandi eins og Báru er von og vísa og höfðar sýningin til allra aldurshópa. Myndskreytingar eru eftir Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur.

Í sumar verður gefin út bók með sögunni og tónlistinni. Halla Sólveig myndskreytir hana.
Útgáfufyrirtækið Töfrahurð heldur utan um tónleikana og útgáfunni á bókinni.. 


More information about the Gandur mailing list