[Gandur] Í hálfkæringi og alvöru

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Apr 25 17:34:25 GMT 2016


*Í hálfkæringi og alvöru*



Heiðursfélagi Félags þjóðfræðinga, Árni Björnsson verður 85 ára 16. janúar
næsta vetur. Af því tilefni er hann að hugsa um að gefa út greinasafn með
ofannefndu heiti. Um er að ræða ritgerðir um ýmis efni, sem liggja utan
þess sem hann hefur orðið þekktastur fyrir. Sumt af þessu bókarefni Árna
hefur birst hér og þar í tímaritum og afmælisritum, stundum með afmörkuðum
lesendahópi. Í öðru lagi eru ýmsir fyrirlestrar og erindi, sumt gamanmál,
sem hann hefur flutt á ólíkum stöðum eða í útvarpi og aldrei hafa verið
prentuð. Í þriðja lagi er efni sem hann hefur skrifað hjá sér til dundurs
en aldrei birt í heild, meðal annars stuttir þættir eða svipmyndir af
‚Einkennilegum Mönnum‘ sem hann hefur kynnst á lífsleiðinni.

Hið íslenska bókmenntafélag mun gefa bókina út. Hún verður væntanlega um
400 síður og verð hennar er áætlað kr. 7000. Til að tryggja útkomu hennar
er talið æskilegt að safna nokkur hundruð áskrifendum. Nöfn þeirra yrðu
birt í sérstakri heillaóskaskrá fremst í bókinni. Þeir sem kæra sig um að
gerast áskrifendur eru beðnir að láta félagið vita *fyrir 15. maí.* Áhugasamir
eru beðnir um að senda tölvupóst á netfangið felagthjodfraedinga at gmail.com
þess efnis að þeir vilji taka þátt og tilgreina fullt nafn og netfang.



*Drög að efnisyfirliti*



*Íslensk fræði*

             Forsendur sagnaritunar. Hví voru íslenskar fornsögur skrifaðar
á móðurmáli?

            Frelsa oss frá víkingum og kóngum

            Skrifaði Snorri nokkurn skapaðan hlut sjálfur?

            Mikið eða mjúkt (um Unni og Hrút í Njálu)

Upp, upp mitt skáld (um Hallgrím Pétursson og Passíusálmana)

            Frumgerð Maístjörnunnar eftir HKL

            Fél. íslenskra fræða 50 ára og upphaf rannsóknaræfinga



*Menningarsaga
*

            Hátíðasiðir í jarðlegri skilningu

            Sönglíf í heimahúsum

            Sporgöngumenn Jónasar frá Hrafnagili

            Missagnir um Ísland

Íslenskir dýrlingar

Glaðar miðaldir

Huldufólk við Breiðafjörð

Dularfull örnefni í Dölum

Könnustóll og jólasveinar

Refsingar á Íslandi

Galdafárið í Evrópu og á Íslandi

Beinakerlingavísur

Maurer og Barbarossa

Goðsögn um glansmynd af Íslendingum

Íslenskar uppfinningar



*Alþjóðamál*


            Alþjóðasamband stúdenta (IUS)

            Heimsmót æskunnar 1947-1959

            Var þörf á varnarliði?



*Samfélagsmál*


Pólitísk þroskasaga

Frelsi (Skólablaðið 1953)

Sögubrot af hernámsandstöðu

Strákur af Grímstaðaholti (um Eðvarð Sigurðsson)

            Vitund og vild

            ‘Uppgjör við fortíðina’

            Þras við STASI

Gildismat hæfileikanna

Harmsaga mannkynsins



* ‘Þjóðremba’*

            Hvað er (ó)vilji

            Þjóðríkið

            Mannrækt

            Ástandið

            Hundflatir Íslendingar




*Gimsteinar í mannsorpinu* eða *Þættir af ‘Einkennilegum Mönnum’*  Dæmi:

Björn Karel Þórólfsson, Ari Jósefsson, Atli Heimir Sveinsson, Baldur
Vilhelmsson, Dagur Sigurðarson, Eiríkur í Dagverðargerði, Elías Mar,
Guðmundur frá Lundi, Halldór Kiljan, Hallfreður Örn Eiríksson, Jón
Böðvarsson, Jón Helgason, Jón E. Ragnarsson, Jökull Jakobsson, Kolbeinn
Þorleifsson, Lárus Salómonsson, Magnús Finnbogason, Magnús Þórðarson,
Róbert A. Ottóson, Sigurður Örn Steingrímsson, Skúli Benediktsson, Skúli
Þórðarson, Steinar Sigurjónsson, Steinn Steinarr, Steinólfur í Fagradal,
Sveinn Bergsveinsson, Sveinn Skorri Höskuldsson, John Sweeney,
Togarajaxlar, Þorgeir Þorgeirsson, Þórbergur Þórðarson, Þórður Guðjohnsen,
Þrándur Thoroddsen.




Með kærri þökk

Félag þjóðfræðinga á Íslandi


More information about the Gandur mailing list