[Gandur] Fyrirlestur Félags þjóðfræðinga á Íslandi

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Apr 6 14:34:17 GMT 2016


Við minnum á fyrirlestur Valgerðar Óskarsdóttur á morgun í Safnahúsinu.

Félag Þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands býður
alla velkomna á fyrirlestur Valgerðar Óskarsdóttur þjóðfræðings en
fyrirlesturinn ber heitið Leikrit í þremur þáttum: Rannsókn á sögu
performance kyngervis samkynhneigðar á Íslandi frá aldamótunum 1900 til
dagsins í dag.

*Fyrirlesturinn verður haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, fimmtudaginn
7. apríl kl. 16:00. *

Í rannsókninni skoðaði höfundur sögu samkynhneigðra hér á landi frá því
rétt fyrir aldamótin 1900 til dagsins í dag – út frá kenningum innan
sviðslistafræðinnar eða performance studies. Þá studdist hann einnig við
hugtökin um hóp, leik, sjálfsmynd og kyngervi. Eins og titill
rannsóknarinnar, Leikrit í þremur þáttum, og niðurstöður hennar gefa til
kynna má skipta tímabilinu sem um ræðir í þrjú stig: stig þöggunar,
stig sýnileika
og samtímann. Þannig má segja að hvert stigið sé í raun einn þáttur í
sjálfu leikritinu enda hafa grímur, búningar og „leikur“ verið stór og
órjúfanlegur þáttur í lífi margra samkynhneigðra og hópsins í heild – bæði
á tímum þagnar og tímum sýnileika. Og þótt grímusafnið sé í dag geymt inni
í skáp er það þó dregið fram á tyllidögum og við minnt á tímana sem það
skipaði ef til vill meiri sess í lífi þessa einstaklinga.
Í fyrirlestrinum fjallar höfundur fyrst og fremst um fyrsta stigið, stig
þagnar. En á þeim tímum lifði fólk oft og tíðum með kynhneigð sína í felum,
jafnvel allt sitt líf og „lék“ það um leið hlutverk hins gagnkynhneigða
fyrir almenning og meira að segja fyrir fjölskyldur sínar. Innan ákveðinna
kreðsa og rýma komu þó samkynhneigðir stundum saman á stöðum þar sem þau
gátu verið þau sjálf, flett af sér gervinu sem þau klæddust í hversdeginum
og látið niður grímurnar.


More information about the Gandur mailing list