[Gandur] Dagskrá Félags þjóðfræðing

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Oct 19 14:53:42 GMT 2015


Hér að neðan má sjá dagskrá Félags þjóðfræðinga á Íslandi fram að jólum og
drög að vorönn.
Dagskrá félags þjóðfræðinga haust 2015
Október
22. október: Fyrirlestur í Safnahúsinu. Þjóðfræðingurinn Tok Thompson
heldur fyrsta fyrirlestur vetrarins undir heitinu „Don´t feed the Trolls“. Tími
og staður: 16-17 í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15.
Nóvember
5. nóvember: Pöbquiz FÞÍ. Haldið verður fjörugt og þjóðlegt pöbquiz þar sem
veglegur vinningur verður í boði. Tími og staður: 20:00 á Fredriksen,
Hafnarstræti 5.
22. nóvember: Fjölskyldudagur Félags þjóðfræðinga á Íslandi og
Þjóðbrókar. Viðburður
verður auglýstur betur síðar.
26. nóvember: Fyrirlestur í Þjóðminjasafni Íslands. Þjóðfræðingurinn Særún
Lísa Birgisdóttir heldur fyrirlesturinn: ,,Hommar eða huldufólk?” Hinsegin
rannsókn á sögnum og samfélagi að fornu og nýju. Tími og staður: 12-13 í
fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins.
Desember
8. desember: Fyrirlestur í Safnahúsinu Hverfisgötu. Þjóðfræðingurinn Benný
Sif Ísleifsdóttir heldur fyrirlesturinn: „Um þjóðleika föðurnafna og
stigveldi ættarnafna.“ Fyrirlesturinn er byggður á MA ritgerð Bennýjar;
Bínefni og brautargengi. Um ættarnöfn og önnur kenninöfn, sem lokið var
síðasta vor og rýnir í viðhorf Íslendinga til ættarnafna, en einnig föður
og móðurnafna. Tími og staður: 16-17 í Safnahúsinu Hverfisgötu 15.
15. desember: Jólaglögg FÍÞ. Komið verður saman og hin heiðna jólahátíð
boðin velkomin með góðum veigum. Staður og tími verður auglýst nánar síðar.
Á nýju ári
Eftir áramót munum við halda okkur við mánaðarlega fyrirlestra
nýútskrifaðra meistaranema. Fyrirlestrarnir verða haldnir fyrsta fimmtudag
hvers mánaðar og verða annarsvegar í hádeginu á Þjóðminjasafninu einn
mánuðinn og hins vegar í Safnahúsinu seinnipartinn hinn mánuðinn. Við
byrjum þannig á hádegisfyrirlestri í Þjóðminjasafninu í janúar, svo verður
seinnipartsfyrirlestur í Safnahúsinu í febrúar og svo koll af kolli. Eftir
fyrirlestrana í Safnahúsinu er áætlað að fara alltaf á eitthvað vel valið
öldurhús að fyrirlestri loknum. Sú staðsetning er auglýst fyrir hvern
viðburð.
Auk fyrirlestra má nefna BA málþing (miðlar niðurstöðum nýútskrifaðra BA
nema), Þorrablótið, nýsköpunarhugvekju, spákonuspjall/skyggnilýsingar,
söguganga/fræðslugagna um valið rými og eldhúsumræður sem eru hugsaðar sem
vettvangur fyrir verkefni í vinnslu - einstaklingar geta komið og kynnt
verkefni eða rannsóknir sem þeir vinna að, miðlað því sem komið er og
fengið endurgjöf frá kollegum sínum.
Þetta er aðeins fátt eitt af því sem náð hefur á teikniborðið hjá
stjórninni enn sem komið. Næst á dagskrá er að teikna eitthvað spennandi
ævintýrakort úr þessu öllu saman.
Síðast en alls ekki síst:
Það er okkur einstaklega mikil ánægja að tilkynna að fyrirlestrar verða
teknir upp og munu félagsmenn sem eru búsettir á landsbyggðinni (sem og á
höfuðborgarsvæðinu) fá aðgang að læstu svæði þar sem fyrirlestrarnir verða
vistaðir og aðgengilegir. Þetta verður í byrjun (amk.) lokað svæði af
virðingu við fyrirlesara sem við munum að sjálfsögðu biðja um leyfi fyrir
birtingu áður en við gerum svo.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest
Stjórn FÞÍ
Björk Hólm (formaður)
Sigurlaug Dagsdóttir (ritari)
Svanhvít Tryggvadóttir (gjaldkeri)
Arndís Hulda Auðunsdóttir (varakona)
Þórunn Lilja Arnórsdóttir (varakona)


More information about the Gandur mailing list