[Gandur] Hádegisfyrirlestur Félags þjóðfræðinga- Særún Lísa Birgisdóttir

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Mon Nov 23 20:05:30 GMT 2015


Félag Þjóðfræðinga á Íslandi í samstarfi við Þjóðfræðdeild HÍ kynnir næsta
fyrirlestur vetrarins. Þjóðfræðingurinn Særún Lísa Birgisdóttir mun kynna
MA verkefni sitt í þjóðfræði. Fyrirlesturinn ber heitið „Og svo kom Kaninn“.
Í skugga ástandsins svokallaða, í hernámi síðari heimstyrjaldar, gafst þeim
mönnum sem áður höfðu lifað í einangrun og felum með kynhneigð sína í
fyrsta sinn tækifæri á að koma út úr skápnum. Líf þessara manna hafði fram
til þessa verið umlukið þöggun en um og eftir hernám má segja að sprenging
hafi orðið í umfjöllun um strákana og gekk hún svo langt að talað var um
kynvillufaraldur. Í þessum fyrirlestri verður þetta tímabil skoðað
sérstaklega í gegnum sagnir ásamt því að hverfa stuttlega enn lengra aftur
í tímann og athuga hvort finna megi eitthvað sem bendir til viðhorfa fólks
til þeirra sem fylgdu ekki fastmótuðum normum í kynferðismálum á blómatíma
þjóðsagnasöfnunnar á Íslandi.

Fyrirlesturinn verður haldinn fimmtudaginn 26. nóvember klukkan 12:00-13:00
í stofu 220 í Aðalbyggingu Háskóla Íslands.


More information about the Gandur mailing list