[Gandur] Fornminjar á Kjalarnesi

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir hsb3 at hi.is
Wed Feb 18 14:23:51 GMT 2015


Kæru félagar! 

Sögufélagið Steini á Kjalarnesi heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 25. febrúar nk. kl. 20 í Fólkvangi á Kjalarnesi (við hlið grunnskólans).
 
Erindi kvöldsins flytur Margrét Björk Magnúsdóttir meistaranemi í fornleifafræði við Háskóla Íslands. Yfirskrift þess er: „Fornleifar á Kjalarnesi“ og er byggt á meistaraverkefni Margrétar. Megin markmið hennar er að fá yfirsýn yfir skráðar fornleifar á Kjalarnesi með því að greina þær í minjaflokka, sem búnir voru til og hugsaðir sem yfirflokkar fyrir Skráningarstaðla fornleifa Minjastofnunnar Íslands. Í erindinu verður sagt frá helstu niðurstöðum greininganna, rætt um fornleifaskráningu og mikilvægi hennar, og fjallað um einstakar fornleifar á svæðinu. 
 
Sbr. viðhengi! 
 
Kær kveðja, Hrefna S. Bjarmarsdóttir þjóðfr.


More information about the Gandur mailing list