[Gandur] Fwd: Málþing: Nýjar rannsóknir á þjóðtrú Íslendinga

Aðalheiður Guðmundsdóttir adalh at hi.is
Sat Feb 14 09:49:45 GMT 2015


> 
> Ágætu félagar.
> Athygli er vakin á eftirfarandi málþingi, sjá einnig í viðhengi:
> 
> 
> Félag um átjándu aldar fræði heldur málþing undir yfirskriftinni Nýjar
> rannsóknir á þjóðtrú Íslendinga á seinni öldum í Þjóðarbókhlöðu,
> fyrirlestrasal á 2. hæð, laugardaginn 14. febrúar 2015.
> 
> Málþingið hefst kl. 13:30 og því lýkur eigi síðar en kl. 16:30.
> 
> Flutt verða fjögur erindi sem hér segir:
> 
> Fatlað fólk með sérstaka og yfirnáttúrulega hæfileika
> Eva Þórdís Ebenezersdóttir, þjóðfræðingur
> 
> Fylgjutrú í kjölfar siðbreytingar
> Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir, þjóðfræðingur
> 
> KAFFIHLÉ
> 
> Flokkun hins óflokkanlega. Náttúruvísindi og þjóðfræði á 19. öld
> Ármann Jakobsson, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda
> 
> Um vættir í sögu og sinni
> Aðalheiður Guðmundsdóttir, dósent í þjóðfræði
> 
> Fundarstjóri: Gunnar Þór Bjarnason, sagnfræðingur
> 
> Flutningur hvers erindis tekur um 20 mínútur. Um 10 mínútur gefast til
> fyrirspurna og umræðna að loknu hverju erindi.
> 
> Í hléi verða veitingar á boðstólum fyrir framan fyrirlestrasalinn.
> 
> Útdrættir úr erindum liggja frammi á málþinginu. Þeir verða síðar
> aðgengilegir á heimasíðu félagsins, http://fraedi.is/18.oldin/
> 
> Stjórnin
-------------- next part --------------



More information about the Gandur mailing list