[Gandur] Fyrirlestur Félags þjóðfræðinga Benný Sif Ísleifsdóttir

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Thu Dec 3 22:28:04 GMT 2015


Félag þjóðfræðinga á Íslandi kynnir í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands,
þriðja fyrirlestur vetrarins.
Fyrirlesturinn verður haldinn í Safnahúsinu, Hverfisgötu 15, þriðjudaginn
8. desember.

Fyrirlesturinn er byggður á MA-ritgerð Bennýjar, Bínefni og brautargengi.
Um ættarnöfn og önnur kenninöfn, sem lokið var síðasta vor. Í ritgerðinni
rýnir Benný í viðhorf Íslendinga til ættarnafna, en einnig föður- og
móðurnafna.

Benný rannsakaði ættarnöfn einnig í BA ritgerð sinni en hún ber nafnið:
„Það er nefnilega fínna að vera sen en dóttir.“ Ættarnöfn í íslensku
samfélagi.

Að fyrirlestri loknum ætlum við að færa okkur yfir götuna, á Mikkeller &
Friends og halda áfram að ræða ættarnöfn, mannanafnanefnd og fleira
skemmtilegt sem upp vaknar.

Ekkert kostar inn og fyrirlesturinn er að sjálfsögðu öllum opinn.
Hlökkum til að sjá ykkur öll!


More information about the Gandur mailing list