[Gandur] Fyrirlestrar Félags þjóðfræðinga aðgengilegir á veraldarvefnum

Félag þjóðfræðinga á Íslandi felagthjodfraedinga at gmail.com
Wed Dec 2 20:10:07 GMT 2015


Kæru félagar

Nú höfum við loksins opnað fyrir möguleikann að horfa á fyrirlestra á vegum
félagsins á internetinu. Halló framtíð! Það eina sem þið þurfuð að gera er
að senda tölvupóst á netfangið felagthjodfraedinga at gmail.com, óska eftir
þessum möguleika og þið fáið senda slóð á myndböndin og lykilorð til að
opna þau.

Þessi möguleiki er aðeins í boði fyrir skráða meðlimi þannig að við hvetjum
þá sem enn eiga eftir að gerast félagar eindregið til að gera svo.

Fyrir þá sem vilja gerast meðlimir en vita ekki hvernig best er að snúa sér
þá er nóg að senda nafn og kennitölu á sama netfang og kemur fram hér að
ofan. Í kjölfarið birtist síðan greiðsluseðill í heimabankanum. Þetta gæti
hreinlega ekki verið auðveldara!

Við vonum að þið séuð að njóta veturblíðunnar og hlökkum til að sjá ykkur í
næstu viku á næsta fyrirlestri Bennýjar í Safnahúsinu (þriðjudaginn 8. des)
en hann verður auglýstur betur á næstu dögum.

Bestu kveðjur
Stjórn Félags þjóðfræðinga á Íslandi.


More information about the Gandur mailing list