[Gandur] Hvernig er að eldast?

"Kristín Einarsdóttir" kriste at hi.is
Sun May 25 11:19:26 GMT 2014


Hvernig er að eldast?
Þjóðminjasafn Íslands hefur frá 1960 safnað heimildum um lífshætti
landsmanna með því að senda út spurningaskrár en yfir 100 slíkar
rannsóknir hafa verið gerðar.
Nýjasta rannsóknin lítur að upplifun fólks á því að eldast. Tilgangurinn
með spurningaskránni er að safna almennum upplýsingum um hvernig það er að
eldast, daglegt líf, hreyfingu, lífsstíl og samskipti en einnig virðingu
og sjálfstæði. Mikið vantar upp á þekkingu okkar um hugmyndir fólks,
tilfinningar og upplifun af því að verða eldri og því leitar
Þjóðminjasafnið nú eftir aðstoð fólks við að afla heimilda.

Spurningaskráin er aðgengileg á heimasíðu safnsins:
http://www.thjodminjasafn.is/minjar-og-rannsoknir/thjodhattasafn/rannsoknir/spurningalistar/nr/4264



Svör má senda inn rafrænt á netfangið agust at thjodminjasafn.is. Einnig er
hægt að fá sent eintak af spurningaskránni ásamt umslagi sem má setja
ófrímerkt í póst. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 530 2246 eða með
tölvupósti: agust at thjodminjasafn.is



More information about the Gandur mailing list