[Gandur] Að finna sér stað / A Place in the World: Málþing 9.-10. maí í Þjóðminjasafni

Ólafur Rastrick rastrick at hi.is
Thu May 8 10:41:25 GMT 2014


Vek athygli á opnu málþingi undir yfirskriftinni A Place in the World: Iceland in the Imperial System and the Construction of a North-Atlantic Region sem fer fram á morgun og laugardag í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins. Þjóðfræðingar meðal frummælenda. Málþingið er ókeypis og öllum opið.

Spurningin um hvort Ísland hafi verið dönsk nýlenda er meðal umræðuefna sem tekin verða fyrir á opnu málþingi sem fram fer í Þjóðminjasafninu 9. og 10. maí n.k. og ber yfirskriftina „Að finna sér stað í veröldinni: Ísland í Danaveldi og norðurslóðir sem nýr heimshluti“. Var Ísland dönsk nýlenda og ef svo í hvaða skilningi? Auk þess að ræða stöðu Íslands í Danaveldi og áhrif þess í samtímanum munu fræðimenn frá Kaupmannahafnarháskóla, Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn og Háskóla Íslands fjalla um viðleitni Íslendinga til að skilja stöðu sína í heiminum með tilvísun m.a. til heimsvaldastefnu og sjálfstæðisbaráttu, kynþáttahyggju og sjálfsmyndar, menningararfleifðar og utanríkisstefnu og mikilmennsku og minnimáttakendar. Aðalfyrirlesarar verða sagnfræðingarnir Uffe Østergaard og Guðmundur Hálfdanarson og bókmenntafræðingurinn Kirsten Thisted en auk þeirra munu tíu hug- og félagsvísindamenn flytja stutt erindi. Málþingið hefst föstudaginn 9. maí kl 15 og stendur þann dag til kl 17. Því verður fram haldið laugardaginn 10. maí kl 10 og lýkur kl 18 sama dag. Málþingið fer fram á ensku og eru allir velkomnir. Nánari dagskrá má finna á heimasíðu Háskóla Íslands.


•	Uffe Østergaard, keynote speaker: Legacies of Empire in the present Danish nation state
•	Guðmundur Hálfdanarson, keynote speaker: Iceland: A Province, Colony or Dependency?
•	Sverrir Jakobsson: The Medieval Nordic Commonwealth and the „Danish Tongue“
•	Jón Yngvi Jóhannsson: Representing Iceland. National identity and Pan Scandinavianism in Gunnar Gunnarsson‘s political writings
•	Sumarliði Ísleifsson: The ambivalence of Iceland
•	Ann-Sofie N. Gremaud: Fabulous Iceland – a place next to Neverland?
•	Íris Ellenberger: Danish immigrants in the republic of Iceland. Colonial history, cultural heritage and assimilation.
•	Katla Kjartansdóttir: Playing the Icelander: obscure heritage and exotic images of the North within Norden
•	Ólafur Rastrick: Placing Iceland on the Anthropometric Map: National Character, Physical Features and the Allure of Numbers
•	Kristín Loftsdóttir: “Innocent babble”: Affective Identities and Racialization in Iceland
•	Kristinn Schram: Northwest-bound: making and mobilising a ‘West-Nordic Arctic’
•	Valur Ingimundarson: Narrating a “New Frontier”: Arctic Identities and Icelandic Foreign Policy in the 21st Century
•	Kirsten Thisted, keynote speaker: Building a “home” for the region. The role of Nordatlantens Brygge (The North Atlantic House in Copenhagen) in the construction of the New Nordic North-Atlantic.

Nánari dagskrá hér: http://jonsigurdsson.hi.is/?page_id=6

-- 
Ólafur Rastrick PhD aðjúnkt í þjóðfræði
Háskóli Íslands, Gimli, herbergi 304, pósthólf 258
sími: 525 5988 - gsm: 894 1461


More information about the Gandur mailing list