[Gandur] Viltu læra þáttagerð í útvarpi?

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Tue Feb 18 10:56:58 GMT 2014


Viltu læra þáttagerð af reyndasta dagskrárgerðarfólki landsins?
Allir nemendur Háskóla Íslands sem lokið hafa 120 einingum velkomnir.

Námskeið í þáttagerð, BLF201M Þáttagerð, vinnsla fræðilegs efnis fyrir
útvarp, verður haldið í vor og hefst 12. maí og stendur til 21. maí. Auk
þess að sækja fyrirlestra sem fara fram í útvarpshúsinu við Efstaleiti
gera nemendur einn hálftíma útvarpsþátt og vinna önnur minni verkefni.
Skráning fer fram með því að senda póst á nemendaskrá nemskra at hi.is, gefa
upp nafn og kennitölu og númer námskeiðs. Námskeiðið er sex einingar.
Frekari upplýsingar veitir Kristín Einarsdóttir umsjónarmaður námskeiðs
kriste at hi.is s. 6983105


Úr kennsluskrá:

Markmiðið með námskeiðinu er að gefa nemendum Háskólans tækifæri til að
koma rannsóknum sínum og annarra á framfæri við hlustendur
Ríkisútvarpsins, jafnframt því að rýna í samfélag og menningu á fræðilegum
forsendum. Nemendum gefst um leið tækifæri til að kynnast útvarpinu sem
miðli, fá reynslu af þáttagerð og kynnast verklagi reynds fjölmiðlafólks.

Á meðal þess sem rætt verður um á námskeiðinu er: Fléttu- og
heimildaþáttagerð, viðtalstækni, fjölmiðlarannsóknir,  raddbeiting og
málfar í útvarpi og ýmislegt fleira.


Auk þessa fræðast nemendur um handritsgerð, viðtöl og vinnu í hljóðstofu.
Gert er ráð fyrir að þættir nemenda verði á dagskrá Ríkisútvarpsins á
komandi vetri.
Kennarar: Kristín Einarsdóttir aðjúnkt í þjóðfræði og dagskrárgerðarmaður,
Leifur Hauksson, Ólafur Páll Gunnarsson,  Jórunn Sigurðardóttir, Þorgerður
E. Sigurðardóttir,  Lísa Pálsdóttir, Matthías Már Magnússon,  Hreinn
Valdimarsson, KK, Valgeir Vilhjálmsson, Magnús R. Einarsson,Anna Sigríður
Þráinsdóttir og  Hrafnhildur Halldórsdóttir



More information about the Gandur mailing list