[Gandur] Eva Þórdís í Þjóðminjasafninu á morgun kl. 12: 00

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Tue Feb 18 10:25:26 GMT 2014


Fyrirlestrarröð FÞÍ heldur áfram og nú er það Eva Þórdís Ebenezersdóttir,
meistari í þjóðfræði, sem fjallar um meistararitgerð sína, "Haltrað í
tveimur heimum. Kortlagning fötlunar í íslenskum 19.aldar sögnum.".

Frítt inn og allir velkomnir.

Úr útdrætti:
Helstu niðurstöður eru þær að í sögnunum má sjá margbreytileika íslensks
samfélags 19. aldarinnar í gegnum birtingarmyndir fötlunar þar sem þjóðtrú
er meðal annars notuð til að útskýra skerðingar fatlaðs fólks. Einnig má í
efninu sjá nokkra endurspeglun við staðalmyndir og ákveðnar ríkjandi
hugmyndir í garð fatlaðs fólks í upphafi 21. aldar. Sá fötlunarskilningur
sem virðist ríkjandi í sögnum er af yfirnáttúrulegum toga og hefur tenging
fatlaðs fólks og yfirnáttúrulegra afla áhrif á stöðu fatlaðs fólks í
samfélaginu og viðhorf í þeirra garð. Segja má að fatlað fólk á 19. öld
haltri á mörkum tveggja heima, raunheimsins og hins yfirnáttúrulega.



More information about the Gandur mailing list