[Gandur] Þjóðfræði á þorraþræl - Dagskrá í Safnahúsinu á Húsavík

Sif Jóhannesdóttir safnahus at husmus.is
Thu Feb 13 15:16:35 GMT 2014


Heil og sæl öll

 

Þingeyskir þjóðfræðingar og þjóðfræðinemar bjóða nú í annað sinn til
dagskrár á þorraþræl. Markmiðið með viðburðnum er fyrst og fremst að kynna
fjölbreytt viðfangsefni þjóðfræðinnar. En einnig að skapa vettvang fyrir
okkur til að miðla hvert með öðru og ræða málin. Síðast en ekki síst, eins
og alltaf, til að hafa gaman saman. 

 

 

Þjóðfræði á Þorraþræl

Safnahúsinu á Húsavík 22. febrúar, kl 14-17

 

Fjölbreytt dagskrá þar sem áheyrendum gefst færi á að kynnast hinum ýmsu
þjóðfræðilegu viðfangsefnum.

 

Dagskrá:

14:00 – 15:10 stutt erindi

Sif Jóhannesdóttir 

Mátulegt er meyjarstig

Hvert er eðli og háttarlag tröllsins í íslensku þjóðsögunum. Eru þar á
ferðinni tröllheimsk tryggðatröll, hin villta náttúra eða hafa sögurnar þann
einfalda tilgang að halda börnum heim við bæ. Rýnt í sögurnar með sérstakri
áherslu á íslensku tröllskessuna.

 

Oddný Magnúsdóttir

Eru gamlir „bústangsleikir“ tímalausir?

Flestir þekkja eða hafa heyrt um gömlu barnaleikina með legg og skel, kjúkur
og kjálka. Í slíkum leikjum táknuðu leggir og kjúkur kinda eða stórgripa
oftast hesta, kýr og kindur. 

Fjallað verður í stuttu máli um eitt afbrigði af gömlum bústangsleik;
kjúkuleik með kjúkubretti.

 

Búi Stefánsson

Dauðatónar

Kynning á efni BA-ritgerðar sem er í smíðum. Þar er m.a. skoðuð
birtingarmynd tónlistar í tengslum við dauðann í sögulegu samhengi. Fyrst og
fremst er þó horft til þeirra breytinga innan hefðarinnar sem átt hafa sér
stað á undanförnum árum.

 

Sigurlaug Dagsdóttir

Kreddur, veftímarit um þjóðfræði

Kynning á tímaritinu sem stofnað var árið 2013. Farið verður lauslega yfir
hversvegna þetta tímarit komst á laggirnar og hvernig það á að stuðla að
tengslum nemenda við HÍ og annara þjóðfræðinga við samfélagið. Sjá:
<http://kreddur.is/> http://kreddur.is/.

 

15:10 – 15:40 fyrirspurnir og kaffi

 

15:40-16:10

Trausti Dagson

Landslag þjóðsagna

Hvernig túlkum við kort yfir þjóðsögur frá 19. öld og fyrri hluta þeirrar
tuttugustu? Hvernig getur slíkt kort nýst okkur? Umfjöllun um kortlagningu
íslenskra þjóðsagnasafna.

 

Guðrún Sædís Harðardóttir

Hvar er reykdælska huldufólkið? 

Erindi um reykdælskar þjóðsögur og hvaða vísbendingar þær gefa um þjóðtrú á
svæðinu.

 

16:10-16:50

Eiríkur Valdimarsson MA, þjóðfræðingur

"Frá bleytu til breytu: Af veðurspám almennings fyrr, nú og æ síðan""

Í erindinu verður fjallað um rannsókn höfundar á alþýðlegum veðurspám
Íslendinga, sem er þekking fjölmargra kynslóða þessa lands sem þróuðu spár
sínar um aldir. Nokkra slíkar spár verða gerðar að umtalsefni, sérstaklega
spár úr S-Þingeyjarsýslu. Að auki verður horft til framtíðar og rætt hvernig
við upplifum veðrið í dag og hvernig upplifir almenningur stórar breytingar
á borð við loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar."

 

16:50 – 17:00 fyrirspurnir og spjall

 

Allir velkomnir, enginn aðgangseyrir

 

 

Með bestu kveðju,

 

Sif Jóhannesdóttir

Forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga

Safnahúsinu á Húsavík

Sími: 464 1860 gsm: 896 8218

safnahus at husmus.is

 



More information about the Gandur mailing list