[Gandur] Vilt þú hjálpa til við söfnum þjóðhátta?

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Wed Feb 12 12:33:32 GMT 2014


Vilt þú hjálpa til við söfnun þjóðhátta?
Þjóðminjasafn Íslands hefur safnað þjóðháttum með spurningaskrám í meira
en hálfa öld. Fyrstu heimildarmennirnir voru fólk sem sent hafði inn svör
við fyrirspurnum í þættinum íslenskt mál í Ríkisútvarpinu. Síðar var
haldið uppi fyrirspurnum um fróðleiksfúst fólk og einstaklinga sem taldir
voru hafa áhuga á að svara spurningaskrám. Þannig myndaðist fljótt
ákveðinn kjarni eða meira og minna fastur hópur sem tók að sér í
sjálfboðaliðastarfi að svara spurningaskrám Þjóðminjasafnsins. Hópurinn
hefur að sjálfsögðu endurnýjast oftar en einu sinni á rúmlega 50 árum,
maður kemur í manns stað. Nú sem fyrr hefur þjóðháttasöfnunin þörf á að
bæta við yngra fólki í þennan hóp og leyfir sér hér með að óska eftir
stuðningi frá félögum í Félagi þjóðfræðinga á Íslandi. Það er að vísu
nokkur fyrirhöfn að svara spurningaskrám en þeir sem það gera leggja hins
vegar sitt af mörkum í varðveislu á óáþreifanlegum menningararfi.
Þeir sem áhuga hafa á að prófa að svara spurningskrám eru vinsamlegast
beðnir um að hafa samband við undirritaðan sem veitir allar nánri
upplýsingar.

Ágúst Georgsson agust at thjodminjasafn.is

www.thjodminjasafn.is/disclaimer



More information about the Gandur mailing list