[Gandur] Þorrablót þjóðfræðinema og Félags þjóðfræðinga á Íslandi

Kristín Einarsdóttir kriste at hi.is
Sun Feb 2 11:55:03 GMT 2014


Kæru þjóðfræðingar, nú fer að líða að stærstu hátíð ársins, hvorki meira
né minna, þorrablótið verður haldið um næstu helgi, föstudaginn 7.
febrúar. Í fyrsta sinn er þorrablótið sameiginleg hátíð þjóðfræðinema og
þjóðfræðinga. Vinsamlegast hafið samband við gjaldkera Félags þjóðfræðinga
Elsu Ósk Alfreðsdóttur eoa2 at hi.is varðandi reikningsnúmer og aðgöngumiða
eða komið við í Odda og kaupið miða þar hjá þjóðfræðinemum t.d. á morgun
3. feb. Kveðja Kristín Einarsdóttir

Tilkynning frá Þjóðbrók:
Elskulegu Þjóðfræðingar og Þjóðfræði nemar,

Nú fer að líða að stærsta viðburði ársins því Þorrablótið verður haldið
þann 7. febrúar í sal Selás í Árbænum. Húsið opnar kl. 18 og verður tekið
hlýlega á móti gestum með fordrykk. Þá munum við snæða saman en Soho
catering mun sjá um matinn fyrir okkur í ár og má sjá matseðilinn í skjali
hér á síðunni. Drykkjarföng sjá gestir um að koma með sjálfir. Húsið lokar
kl. 01 og þá munu rútur fara með okkur í bæinn þar sem að fjörið heldur
áfram.

Miðinn fyrir félagsmeðlimi í Þjóðbrók og Félagi þjóðfræðinga er á 6000 kr.
en 7000 kr. fyrir aðra.

Viljum við biðja ykkur um að svara samviskusamlega um komu ykkar á blótið
þannig við getum fengið að vita fjöldan! Auðvitað mæta allir er það ekki
;)?

Miðasala hefst þann 31. janúar.

Hlökkum til að sjá ykkur!
Þorrablótsnefnd 2014



More information about the Gandur mailing list