[Gandur] FW: [Hi-starf] Málþing um opinn aðgang 25. október í Háskólanum í Reykjavík

ethe3 at hi.is ethe3 at hi.is
Wed Sep 18 09:22:00 GMT 2013



-----Original Message-----
From: Guðmundur Árni Þórisson [mailto:gthoris at hi.is] 
Sent: 17. september 2013 17:59
To: Eva Þórdís Ebenezersdóttir
Subject: Fwd: [Hi-starf] Málþing um opinn aðgang 25. október í Háskólanum í
Reykjavík

hæ. nennirðu að dreifa þessu áfram til þjóðfræðigengisins:

Begin forwarded message:

> From: Guðmundur Árni Þórisson <gthoris at hi.is>
> Subject: [Hi-starf] Málþing um opinn aðgang 25. október í Háskólanum í 
> Reykjavík
> Date: 17. september 2013 01:14:10 GMT
> To: "HI-starf at hi.is" <HI-starf at hi.is>
> 
> Sæl öll. Í kjölfar líflegrar umræðu á hi-starf listanum í maí síðastliðnum
er það sönn ánægja að tilkynna um vettvang fyrir frekari umræður um opinn
aðgang:
> 
> 
> OA Ísland, í samstarfi við Rannís og Háskólann í Reykjavík og með
stuðningi fleiri aðila, stendur fyrir málþingi um opinn aðgang að
rannsóknaniðurstöðum þann 25. október í húsakynnum HR frá kl. 11:15 til
16:30. Þessi viðburður er hluti af alþjóðlegu Open Access vikunni sem verður
haldin hátíðleg 21. til 27. október næstkomandi.
> 
> Markmið okkar með þessu málþingi er að fræða almenning og fræðasamfélagið
á Íslandi um opinn aðgang og ekki síst að hvetja til umræðu um þetta
mikilvæga málefni.
> 
> Dagskráin samanstendur af hefðbundnum erindum, syrpu af 5mín örerindum og
þremur samhliða vinnustofum þar sem ákveðin áhersluatriði verða tekin
sérstaklega fyrir. Gestafyrirlesari okkar verður Mikael Elbæk frá DTU í
Danmörku. Einnig eru á mælendaskrá Ari Kristinn Jónsson rektor HR og
Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður.
> 
> Áhugasamir geta skráð sig til þáttöku á vef OA Ísland þar sem finna má
dagskrá og frekari upplýsingar:
> 
> http://opinnadgangur.is/vidburdir/oa-island-malthing-2013/
> 
> Aðgangur er ókeypis og opinn öllum. Boðið verður upp á léttan hádegisverð
og kaffi & með því.
> 
> 
> Fyrir hönd skipulagsnefndar:
> 	
> Sólveig Þorsteinsdóttir (Heilbrigðisvísindabókasafn 
> Landspítala-Háskólasjúkrahúss) Hrafn Malmquist 
> (Landsbókasafn/Háskólabókasafn) Áslaug Agnarsdóttir 
> (Landsbókasafn/Háskólabókasafn) Guðlaug Kristjánsdóttir (Rannís) 
> Guðmundur Þórisson (Reiknistofnun Háskóla Íslands / ORCID) Ian Watson 
> (Háskólinn á Bifröst/Bókasafn Dagsbrúnar) Tryggvi Björgvinsson (FSFÍ - 
> Félag um Stafrænt Frelsi á Íslandi)
> 
> 
> # Um opinn aðgang
> 
> Á Íslandi eru sjö háskólar og fjöldi opinberra stofnana þar sem stundaðar
eru vísindalegar rannsóknir. Flestar rannsóknirnar eru kostaðar að öllu eða
einhverju leyti af almannafé, annað hvort með launagreiðslum til þeirra sem
hafa rannsóknarskyldu eða með fé sem sækja má um í sjóði sem kostaðir eru af
ríkinu. Niðurstöður rannsókna hérlendis eru, líkt og tíðkast erlendis,
birtar í ritrýndum fræðiritum sem nær öll eru nú gefin út á rafrænu formi á
Internetinu. Flest eru ritin þó aðeins aðgengileg gegnum áskrift sem oft er
seld háu verði. Aðgengi að meirihluta fræðiþekkingar er því takmörkuð við
stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga sem hafa efni á að borga uppsett verð.
> 
> Síðasta áratug hefur hinsvegar verið að ryðja sér til rúms ný nálgun á
fræðiútgáfu sem nýtir upplýsingatækni og Internetið til að gera fræðiefni
aðgengilegt án endurgjalds og opið öllum til að lesa, nýta og byggja á.
Umræða um opinn aðgang hefur verið mjög áberandi um heim allan undanfarin
misseri. Til að mynda markaði Háskólinn á Bifröst sér stefnu um OA í byrjun
árs 2012. Samkvæmt stefnu Rannís skulu niðurstöður rannsóknaverkefna, sem
styrkt eru, að hluta til eða að öllu leyti úr sjóðum í umsýslu Rannís, vera
birtar í opnum aðgangi og Háskóli Íslands er um þessar mundir að móta stefnu
um opinn aðgang. Undanfarið hefur mikil umræða einnig farið fram um allan
heim um opna birtingu rannsóknargagna til m.a. að hámarka endurnýtingargildi
þeirra.
> 
> Nágrannalönd okkar hafa flest tekið opnum aðgangi opnum örmum. Styrkir
næsta rannsóknarverkefnis ESB, Horizon 2020, sem hleypt verður af stokkunum
2014, verða skilyrtir við birtingu rannsóknarniðurstaðna í opnum aðgangi. 
> 
> 
> # Um OA Ísland
> 
> OA Ísland er óformlegur félagsskapur áhugafólks um framgang opins 
> aðgang á Íslandi. Helstu markmið okkar er að stjórnvöld, háskólar og 
> opinberar stofnanir sem stunda eða styrkja rannsóknir og vísindastarf 
> setji sér stefnu um birtingar efnis í OA. Einnig stefnum við að því að 
> íslenskir háskólar skrifi undir Berlínarsamþykktina frá árinu 2003. 
> Við höldum úti upplýsingavef á http://opinnadgangur.is
> 
> 
> 
> 
> --
> Gudmundur A. Thorisson, PhD
> Project manager, ORCID - http://orcid.org | ODIN project - 
> http://odin-project.eu Specialist, University of Iceland Computing 
> Services - http://rhi.hi.is Open Access Iceland - 
> http://opinnadgangur.is http://gthorisson.name | 
> http://orcid.org/0000-0001-5635-1860 | http://twitter.com/gthorisson
> 
> 
> _______________________________________________
> Þessi póstur var sendur á póstlistann Hi-starf at listar.hi.is.
> Efni hans og innihald eru á ábyrgð sendanda og endurspegla ekki 
> endilega stefnu Háskóla Íslands í einstökum málum.
> Sjá http://listar.hi.is/mailman/listinfo/hi-starf og
news:hi.listar.hi-starf.




More information about the Gandur mailing list