[Gandur] "Perrault , Rauðhetta og við" - Francisco Vaz da Silva heldur fyrirlestur á fimmtudaginn kl. 16 í Odda 101

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Mon Sep 16 13:58:18 GMT 2013


"Höfundarnir og hefðin: Perrault, Rauðhetta og við"

("Authorship and Tradition: Charles Perrault, Little Red Riding Hood, and
Us")

Francisco Vaz da Silva, prófessor við ISCTE háskólastofnunina í Lissabonn

Fimmtudaginn 19. september 2013 kl. 16:00 í stofu 101 í Odda

Portúgalski þjóðfræðingurinn Francisco Vaz da Silva er gestakennari við
Háskóla Íslands í september, þar sem hann kennir námskeið um táknheim
alþýðuhefða og táknfræði þjóðsögunnar. Eftir hann liggja m.a. bækurnar
*Metamorphosis: The Dynamics of Symbolism in European Fairy Tales* (2004)
og *Archeology of Intangible Heritage* (2008), en hann hefur einnig ritað
fjölda greina um hugfræði, heimsmyndarfræði, ævintýri og ýmsar sögur, siði
og sagnaminni: Varúlfa, kokkála, nornir, hamskipti, drekabana, blæðingar,
sjöundu börn, Öskubusku og Rauðhettu.

Í fyrirlestrinum fimmtudaginn 19. september gerir Vaz da Silva grein fyrir
sambandi höfundanna og alþýðuhefðarinnar. Fyrirlesturinn verður á ensku.
Aðgangur er öllum heimill og ókeypis.

Rannsóknamiðstöð í þjóðfræði við Háskóla Íslands býður alla velkomna að
hlýða á Francisco Vaz da Silva og hvetur þjóðfræðinga og þjóðfræðinema
sérstaklega til að láta hann ekki fram hjá sér fara. Hér er á ferðinni
frábær fræðimaður og skemmtilegur fyrirlesari.



More information about the Gandur mailing list