[Gandur] Álagablettir (7-9-13)

Sögusmiðjan sogusmidjan at strandir.is
Thu Sep 5 10:22:39 GMT 2013


Laugardaginn 7. september (þjóðtrúardaginn mikla, 7-9-13) klukkan 20:00 
verður haldin kvöldskemmtun á Sauðfjársetri á Ströndum, sem er til húsa í 
félagsheimilinu Sævangi við veg 68, um það bil 12 kílómetrum sunnan við 
Hólmavík. Þar verða flutt tónlistaratriði og ýmis skemmtilegur fróðleikur, í 
tilefni opnunar sögu- og listasýningarinnar Álagablettir. Sú sýning mun 
verða uppi á listasviðinu í Sævangi út næsta sumar.

Dagrún Ósk Jónsdóttir íslenskunemi sem hefur veg og vanda af undirbúningi 
sýningarinnar og þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Rakel Valgeirsdóttir munu 
miðla fróðleik um álagabletti. Auk þess mun Arnar Snæberg Jónsson stíga á 
stokk og flytja viðeigandi tónlistaratriði.

Frítt verður inn á skemmtunina sjálfa og sýninguna, en á boðstólum í Kaffi 
kind verður dulmagnað kvöldkaffi sem kostar 1000 kr. á mann.

Allir hjartanlega velkomnir! 



More information about the Gandur mailing list