[Gandur] Fwd: Funi – Útgáfutónleikar 13. maí, kl. 20.00 í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Mon May 6 15:05:01 GMT 2013


> 
> 
> 
> Funi - Útgáfutónleikar - 13. maí   
> í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi 
> 
> 
> 111 Reykjavík
> 
> kl. 20.00 - Aðgangseyrir 1000 kr. 
> 
> Flúr er nýr hljómdiskur frá dúettinum Funa sem kom út 2. apríl og inniheldur
> lítt þekkta, gullfallega, íslenska þjóðlagatónlist. Á útgáfutónleikunum flytja
> þau Bára Grímsdóttir og Chris Foster lög af Flúr, en þau skipa Funa. Með þeim
> koma einnig fram Birgir Bragason sem leikur á kontrabassa, Lárus Halldór
> Grímsson á klarinett, Andri Eyvindsson á saxafón, og söngvararnir Hafsteinn
> Þórólfsson og Sólrún Lilja Pálsdóttir.
> 
> Bára og Chris syngja bæði og auk þess leikur Bára á finnskt kantele, en Chris
> spilar á gamla íslenska hljóðfærið, langspi, enskt hammer
> dulcimer og á gítar, sem er þó stilltur öðruvísi en venjulegt er.
> 
> Á diskinum Flúr er að finna nokkur ný lög eftir Báru Grímsdóttur sem fæst hafa
> verið hljóðrituð til útgáfu fyrr. Meirihlutinn eru þó kvæðalög, tvísöngslög og
> sálmalög sem fundist hafa í ýmsum gömlum heimildum og eru flutt í útsetningum
> Báru og Chris. Textarnir eru bæði nýir og gamlir, allt frá þjóðkvæðum og sálmum
> frá 16. öld til kvæða eftir Grím Lárusson frá Grímstungu, föður Báru. Umgjörð
> disksins er vönduð og með honum fylgir 32 bls. bæklingur á íslensku og ensku.
> 
>  
> 
> 
> 
> 
> Til að hlusta   www.funi-iceland.com
> 



More information about the Gandur mailing list