[Gandur] Málþing um siðareglur fyrir þjóðfræðinga, siðareglur eða ekki?

Gerður Halldóra Sigurðardóttir ghs4 at hi.is
Wed Jan 23 18:36:55 GMT 2013


Sæl

Mig langar að vekja athygli ykkar á þessu málþingi sem verður haldið
föstudaginn þann 25. janúar klukkan 14 til 16 í Lögbergi 102. Málþingið er
ætlað til þess að vekja upp umræðu um siðareglur fyrir þjóðfræðinga á
Íslandi en það eru allir velkomnir og við vonumst til þess að líflegar
umræður skapist eftir fyrirlestrana. 

Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um viðburðinn:

Vissuð þið að þjóðfræðingar á Íslandi eru ekki með neinar siðareglur? Eða
þurfum við kannski ekki neinar? 

Á föstudaginn næsta, þann 25. Janúar, verður haldið málþing á vegum
áhugasamra þjóðfræðinema til að opna umræðu um það hvort þjóðfræðingar hér á
landi þurfi siðareglur eða ekki, hvaða kosti þær bera og hvaða gallar fylgja
þeim. Í boði verða stuttir fyrirlestrar um siðareglur hjá þjóðfræðingum
erlendis sem og grannfögum hér á landi. Að auki mun Henry Alexander Henryson
tala um mikilvægi siðareglna og Rósa Þorsteinsdóttir fjallar um siðamál í
tengslum við segulbandasafn Árnastofnunnar. Eftir fyrirlestrana verða opnar
umræður þar sem við væntum þess að fyrirlesarar og gestir velti öllum hliðum
málsins fyrir sér. 
Dagskráin er svohljóðandi:

Henry Alexander Henryson
Mikilvægi siðareglna, ávinningur og áhætta

Arndís Hulda
Um upplýst samþykki

Sóley Guðmundsdóttir
Siðareglur í grannfögum þjóðfræðinnar

Trausti Dagsson
Dæmi úr hagnýtri þjóðfræði

Hlé

Richard Allen
Siðareglur þjóðfræðinga erlendis

Rósa Þorsteinsdóttir
Segulbandasafn Árnastofnunnar

Okkur langar að biðja gesti málþingsins að hafa með sér skriffæri til að
skrifa vangaveltur og hugmyndir á miða sem verða á víð og dreif um stofuna.
Að málþingi loknu á að skila vangaveltunum í lokaðan kassa. 
Niðurstöður málþingsins verða síðan teknar saman og afhendar félagi
Þjóðfræðinga á Íslandi í von um að Félagið geti nýtt sér þær til að efla fag
okkar til framtíðar. 

Hlökkum til sjá ykkur öll!
Arndís Hulda Auðunsdóttir, Finney Rakel Árnadóttir, Inga Katrín
Magnúsdóttir, Richard Allen, Sigurlaug Dagsdóttir, Sóley Björk
Guðmundsdóttir, Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Trausti Dagsson.

Hér má sjá viðburðinn auglýstan á facebook:

https://www.facebook.com/#!/events/524727524227788/?fref=ts

 



More information about the Gandur mailing list