[Gandur] Jón Árnason á rafrænt form

Óli Gneisti Sóleyjarson oligneisti at gmail.com
Tue Jan 22 11:55:24 GMT 2013


Sæl öll,

Ég geri ráð fyrir að mörg ykkur hafi, eins og ég, áhuga á að koma Íslenskum
þjóðsögum og ævintýrum á rafrænt (leitarbært) form sem er opið öllum - eins
og t.d. mörg fornrit sem eru á Netútgáfunni.

Ég er að vinna að þessu fyrir Rafbókavefinn (www.rafbokavefur.is) en ég
þarf hjálp við yfirlestur. Ég er núna búinn að taka heilt bindi af Jóni
Árnasyni, skanna og ljóslesa (breyta mynd í texta) en textinn sem kemur út
úr þessu ferli er alltaf gallaður þannig að það eru villur í textanum.

Ég er búinn að setja af stað vefkerfi þar sem hver sem er getur skráð sig
og lagfært texta með því að bera saman ljóslesinn texta við mynd af
blaðsíðu og leiðrétt það sem hefur farið aflaga. Þetta er ekki
prófarkalestur í hefðbundnum skilningi þar sem markmiðið er ekki að fá rétt
stafsetningu eða málfar heldur til þess að fá textann eins og hann er á
síðunni.
Á þessu stigi málsins er eitt vandamál að ég á eftir að þýða og aðlaga
eitthvað af kerfinu og leiðbeiningunum til þess að auðvelda notkun.

Þið sem eruð nokkuð tölvufær ættuð að eiga nokkuð auðvelt með þetta. Þið
getið skráð ykkur á vefkerfið hér:
http://profork.rafbokavefur.is/c/default.php

Þegar þið hafið skráð ykkur (og staðfest skráninguna) þá getið þið farið
inn í vefkerfið og fundið Íslenskar þjóðsögur og ævintýri undir hlekk sem
heitir P1.

Á vefnum eru líka leiðbeiningar og þar að auki spjallborð þar sem er hægt
að biðja um aðstoð.

kv.
Óli


More information about the Gandur mailing list