[Gandur] Fwd: Kynning á ritinu Í spor Jóns lærða

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Fri Feb 22 13:32:53 GMT 2013


Sæl verið þið 

Við fengum beiðni um að áframsenda eftirfarandi skilaboð og viðhengi.

 
> Í spor Jóns lærða
> 
>  
> 
> Hið íslenska bókmenntafélag hyggst í apríl nk. gefa út veglega bók; “Í
spor
> Jóns lærða”.
> 
>  
> 
> Með fjölþættu efni verður ljósi varpað á einn sérstæðasta einstakling
> siðskiptaaldar. 
> 
> Jón “lærði” Guðmundsson (1574-1658) hafði óvenju yfirgripsmikla þekkingu, 
> 
> var kallaður “málari” fyrir skrautleg handrit sín og og myndskurð, 
> 
> nefndur “tannsmiður” vegna útskurðar á hvala- og rostungstönnum, 
> 
> var í hópi fremstu ljóðskálda síns tíma og hélt til haga fornum og nýjum
> fróðleik. 
> 
> Náttúrufræðirit Jóns lærða var það fyrsta sinnar tegundar sem skrifað var
á
> íslensku. 
> 
>  
> 
> Bókin verður verður um 300 bls., myndskreytt og henni fylgir hljómdiskur
með
> upplestri, 
> 
> gamalli tónlist, vísnasöng og leikþætti um Spánverjavígin 1615.
> 
>  
> 
> Áhugasamir kaupendur geta fengið nafn sitt og maka (eða stofnunar) skráð á
> heiðursskrá (tabula honoraria) 
> 
> í minningu Jóns lærða. Þannig verða staðfest forkaup á eintaki bókarinnar.
> 
>  
> 
> Forkaupendur þurfa að veita eftirfarandi upplýsingar, sem senda má í
> tölvupósti á hib at islandia.is eða bokmenntafélag at isl.is
> 
>  
> 
> Nafn eða nöfn, kennitölu, heimili, póstnúmer og símanúmer. 
>  
> 
> Verð bókarinnar er kr. 4.990,- auk póstburðargjalds. Sendur verður
> greiðsluseðill með bókinni þegar hún kemur út.
> 
>  
> 
>  
> 
 
 
 
 
 


More information about the Gandur mailing list