[Gandur] Dr. Jacqueline Simpson: 'They say England has no folktales'

Gerður Halldóra Sigurðardóttir ghs4 at hi.is
Mon Sep 10 14:53:09 GMT 2012


Fimmtudaginn 13. september n.k., kl. 16, mun Dr. Jacqueline Simpson vera með
fyrirlestur um enskar þjóðsögur, þar sem hún ræðir hvers vegna svo fá
ævintýri í fullri lengd hafa fundist á Englandi (í samanburði við Írland,
Skandinavíu eða Þýskaland). Hún talar einnig um hvað Englendingar hafa nóg
af, sem eru staðbundnar sagnir, margar hverjar með yfirnáttúrulega eða
ævintýralega þætti en aðrar sem teljast vera sagnfræðilega sannar. Dr.
Simpson birti stórt safn af slíkum sögnum ásamt Jennifer Westwood í bókinni
Lore of the Land.

Fyrirlesturinn fer fram í stofu 101 í Odda.  ATH BREYTINGU Á STAÐSETNINGU!

Dr. Jacqueline Simpson verður á landinu 12. – 18. september n.k. Hún verður
með opinn fyrirlestur um enskar þjóðsögur í Háskóla Íslands þann 13.
september kl. 16:00 og 14. september, kl. 17:00, munu hún og Terry Gunnell,
prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands vera með „samtal á sviði“ um Terry
Pratchett og Discworld í verslun Máls og Menningar.

Dr. Jaqueline Simpson (f. 1930) er virt fræðikona á sviði þjóðfræða og
fornnorrænna fræða. Hún lagði stund á enskar bókmenntir og miðaldaíslensku
við Bedford College í Lundúnarháskóla. Hún hefur komið að fjölda rannsókna
og útgáfu bóka, bæði sem sjálstæð fræðikona og í samstarfi við aðra
fræðimenn. Helsta áhugasvið hennar innan þjóðfræðinnar eru staðbundnar
þjóðsagnir og hefur hún meðal annars staðið að þýðingum og útgáfum á sögnum
frá Íslandi, Englandi og Skandinavíu. Þýðing hennar á íslenskum sögnum yfir
á enska tungu er ein sú besta sem til er á því tungumáli og sú útgáfa
mikilvægt innlegg í rannsóknir á íslenskum sögnum. Hún hefur einnig stundað
rannsóknir, birt greinar og gefið út bækur um fornnorræn fræði, meðal annars
bókina Everyday Life in the Viking Age, sem kom fyrst út árið 1967. Dr.
Simpson hefur frá árinu 1960 verið virk fræðikona og meðlimur í The Folklore
Society og hefur hún sinnt ýmsum trúnaðarstörfum innan þess. Einnig hefur
hún verið heiðruð fyrir fræðastörf sín með ýmsum hætti.
Dr. Simpson hefur verið aðdáandi Discworld-bókanna frá árinu 1988 og árið
1997 hitti hún rithöfundinn Terry Pratchett, þegar hann var að árita eina af
bókum sínum í heimabæ hennar. Síðan þá hefur hann leitað til hennar um
ráðleggingar og upplýsingar varðandi þjóðfræðileg efni í bækur sínar, en
einnig hefur hann haldið erindi hjá The Folklore Society. Þau gáfu saman út
bókina The Folklore of Discworld árið 2008.

Eftirfarandi tilvitnun er úr samtali milli Sir Terry Pratchett og dr.
Jacqueline Simpson, sem tekið var upp þann 26. ágúst 2010 á Hilton
Birmingham Metropole sem hluti af The Discworld Convention, af Katie Brown
og Julie Sutton:

„And I may say that it is a delight to be a folklorist and to work on
folklore because you never need worry whether the thing is true and accurate
or not. As soon as you can prove that somebody has said it and somebody else
has listened and repeated it, it doesn’t matter a tinker’s cuss whether it
ever happened or not. Did King Alfred burn the cakes? Who the hell cares,
the story’s what matters.“

 



More information about the Gandur mailing list