[Gandur] Þjóðfræðin býður í Bíó Paradís annað kvöld kl. 20

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Wed Nov 21 11:14:14 GMT 2012


Þjóðfræði í mynd í Bíó Paradís á morgun, fimmtudagskvöld, kl. 20.

Síðastliðin þrjú sumur hafa þjóðfræðingarnir Björk Hólm Þorsteinsdóttir og
Ólafur Ingibergsson unnið að heimildaþáttaröð undir nafninu Þjóðfræði í
mynd. Fjórir nýir þættir litu dagsins ljós í sumar sem verða frumsýndir
fimmtudaginn 22. nóvember klukkan 20.00 í sal 2 í Bíó paradís.

Auk þess verður ný heimasíða verkefnisins formlega opnuð en á henni má
finna alla þættina sem framleiddir hafa verið auk ítarefnis og annars
tengds efnis.

Aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Sjá auglýsingu á háskólavefnum:
http://www.hi.is/frettir/thjodfraedi_bydur_i_bio

Sjá dagskrá í Bíó Paradís:
http://bioparadis.is/2012/11/20/thjodfraedi-i-mynd/

Sjá viðburð á Facebook:
https://www.facebook.com/events/303319973102709/?fref=ts

Þættirnir fjórir sem verða sýndir eru:

**Ásatrú við upphaf 21. aldarinnar - Í þættinum er fjallað um heimsmynd
ásatrúarmanna í samtímanum og það sögulega samhengi sem leiðir til þess að
ásatrúarfélagið er stofnað 1972, tæplega 1000 árum eftir að íslendingar
taka kristni.

**Kynjaðar sagnir - Í þættinum rekur Júlíana Þóra Magnúsdóttir rannsóknir
sínar á áhrifum kyngervis þjóðsagnasafnara á söfnin þeirra.

**Á veðramótum - Í þættinum er fjallað um alþýðuvísindin sem beitt var
áður fyrr þegar gáð var til veðurs og mismunandi næmni manna á
veðrabrigði.

**Menningararfur: Hraungrýti og timburkofar - Í þættinum er fjallað um
hvernig hlutir, hefðir og siðir verða að menningararfi og orðræðan í
kringum Hraunsrétt í Aðaldal og Kvosina í Reykjavík tekin til skoðunar.

Verkefnið Þjóðfræði í mynd miðlar niðurstöðum úr nýlegum BA og MA
rannsóknum þjóðfræðinema til almennings með aðgengilegum hætti og gefur
almenningi innsýn í þjóðfræðirannsóknir og háskólasamfélagið.
Meginmarkmiðið er þó að nýta megi þættina sem innslög í kennslu meðfram
öðru kennsluefni í grunn,- framhalds og háskólum eða hvar sem það gæti átt
við. Þættirnir gera kennurum kleift að nýta sér á auðveldan hátt nýlegar
rannsóknir á íslensku samfélagi og menningu en kynna um leið þjóðfræðina
sem er ört vaxandi fræðigrein á Íslandi

Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Háskólasjóði.



More information about the Gandur mailing list