[Gandur] Húmorsþing 2012

Kristinn H. M. Schram kristinn at akademia.is
Mon Feb 27 18:50:31 GMT 2012


Þjóðfræðistofa og Þjóðfræði við Háskóla Íslands standa nú fyrir fjórða
árlega Húmorsþinginu laugardaginn 17. mars 2012. Húmorsþingið er bæði
vetrarhátíð og málþing um húmor sem fræðilegt viðfangsefni. Það er nú
haldið í fjórða sinn á Hólmavík á Ströndum. Á málþinginu munu fræðimenn
stíga á stokk og varpa ljósi á nýjustu rannsóknir og miðlun á húmor. Í
fyrirlestrum og umræðuhópum verður rætt um hinar ýmsu birtingarmyndir
húmors og margvíslega iðkun þess í daglegu lífi og fjölmiðlum. Nemendur eru
sérstaklega velkomnir að sitja málþingið og skrifa um það námsritgerðir í
samstarfi við fyrirlesara. Á meðal þátttakenda verða Þorsteinn Guðmundsson,
Ugla Egilsdóttir, Ari Eldjárn, Örn Úlfar Sævarsson, Bryndís
Björgvinsdóttir, Íris Ellenberger, Ármann Jakobsson, Eva Þórdís
Ebenezersdóttir, Kolbeinn Proppé, Leikfélag Hólmavíkur, Kristinn Schram,
Kristín Einarsdóttir og nemendur í þjóðfræði. Fjöldi fróðlegra erinda og
ærslafullt uppistand verður meðal annars á boðstólnum auk kankvísrar
barþrautar (pub quiz) undir stjórn feðginina Þorbjargar og Matthíasar
Lýðssonar. Þá verður kvikmyndasýning á heimildamyndinni Uppistandsstelpur
og Leikfélag Hólmavíkur flytur grínsöngleikinn Með allt á hreinu. Auk þess
verður í fjórða sinn efnt til grínkeppninnar sívinsælu Orðið er laust.


Dagskrá nánar auglýst síðar.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku, og/eða beinið fyrirspurnum í netfangið
dir at icef.is .

Ferðir og gisting:

Á laugardagsmorgun kl. 9 fer rúta á vegum Húmorsþingsins af stað frá
Þjóðarbókhlöðu og til baka frá Café Riis á sunnudag kl. 13.
Skráning í rútuna fer fram í gegnum síma 6983105 og netfang kriste at hi.is .
Einnig má skoða www.samferda.net og samnýta ferðir.

Frá Reykjavík til Hólmavíkur eru um 230 km á bundnu slitlagi og tekur
ferðin um þrjár klukkustundir. Vegum er haldið opnum fram á kvöld og eru að
jafnaði færir öllum fólksbílum á vetrardekkjum eða negldum.

Ýmsir gistimöguleikar eru í boði og best að hafa beint samband við
ferðaþjónustur:

Steinhúsið er mjög skemmtilegt gistiheimili í fallegu og nýuppgerðu húsi í
gamla þorpinu: www.steinhusid.is

Þar skammt frá er Finna Hótel sem býður upp á bæði uppábúin rúm og
svefnpokapláss:
www.finnahotel.is

Í næsta nágrenni við Hólmavík (12 km) er svo öndvegis gistiheimilið
Ferðaþjónustan Kirkjuból
www.strandir.is/kirkjubol

Aðrar upplýsingar um Strandir og Hólmavík á www.strandabyggd.is og
www.strandir.is

Um Þjóðfræðistofu: www.icef.is

Annarra upplýsinga má leita í dir at icef.is
og s. 8661940.


More information about the Gandur mailing list