[Gandur] Fwd: varðandi málstofu um þjóðfræði í dag

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Fri Dec 7 11:01:11 GMT 2012


 
  
 Fylgjur í íslenskri þjóðtrú á málstofu SÁM föstudag 7. des. kl. 15.30, Neshaga 16, 3. hæð.
 
 Fylgjur í íslenskri þjóðtrú
 Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir
 
  ,,Hér er um að ræða MA verkefni mitt í þjóðfræði við HÍ þar sem fylgjur manna (fyrirboðar) eru teknar til athugunar, bæði í nútímanum og fyrr á tíð. Frumgögn samanstanda af viðtölum mínum við þátttakendur úr rannsókn dr. Erlendar Haraldssonar og dr. Terrys Gunnell: „Könnun á íslenskri þjóðtrú og trúarviðhorfum“2006-2007; einnig efni af Segulbandasafni Árnastofnunar og þjóðháttasafni Þjóðminjasafnsins auk þjóðsagna og fornrita. Einnig hef ég safnað talsverðu af frumgögnum um efnið í norskum og skoskum skjalasöfnum. Í rannsókn minni mun ég taka það efni til samanburðar við íslenska efnið eftir því sem hægt er. 
 
 Varðandi málstofuna nk. föstudag: Þar sem þetta er allmikið verkefni, þá mun ég taka valda kafla úr ritgerðinni og kynna þá. Verkefnið er enn í vinnslu og ekki komin endanleg niðurstaða en þó er ljóst að fylgjutrú lifir enn góðu lífi meðal Íslendinga." 


  
-- 
Ari Páll Kristinsson
rannsóknarprófessor / research professor
Málræktarsvið / Language Planning Department
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum / The Árni Magnússon Institute for Icelandic Studies
Neshaga 16
IS-107 Reykjavík
 
 
 



More information about the Gandur mailing list