[Gandur] hádegisfyrirlestur í dag !

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Thu Dec 6 10:13:46 GMT 2012


sæl verið þið

 Minni á hádegisfyrirlestur dagsins í þjóðminjasafninu kl. rúmlega 12:00. Allir hjartanlega velkomnir!


Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur og heiðursfélagi í Félagi þjóðfræðinga á Íslandi ætlar að gera grein fyrir skammdegisfagnaði um víða veröld og hvernig hann breytist í sóldýrkun og seinna eingyðishátíð. Fæðingardagur Krists hannaður og kristin trú aðlöguð yfirstétt. Fornar hátíðir aðlagast kristni.
Náttúrleg sérstaða jóla á Íslandi fram eftir öldum. Dagamunur á jólaföstu, jólamatur gegnum tíðina, jólaskreytingar, jólatré tekur við af jólajötu, jólagjafir, að gefa í skóinn, skemmtanir barna og fullorðinna
. Jólavættir og þróun þeirra, barnafælur og gleðigjafar. Eðlisbreyting jólasveina. Menningarleg innræting og markaðsvæðing. Margar venjur og sagnir mun yngri en flestir halda.

Árna Björnsson þarf varla að kynna fyrir þjóðfræðingum landsins en hann var forstöðumaður þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns Íslands frá 1969 til 2002. Árni hefur gefið út fjölda rita um hátíðir og merkisdaga, meðal annars um Jól á Íslandi sem kom út árið 1963.


More information about the Gandur mailing list