[Gandur] Hellanöfn og hellasögur

Rósa Þorsteinsdóttir rosat at hi.is
Thu Oct 27 09:35:03 GMT 2011


Nafnfræðifélagið

Fyrsti fræðslufundur félagsins í vetur verður haldinn laugardaginn 29.  
okt. nk. í stofu 106 í Odda, húsi Háskóla Íslands, og hefst kl. 13.15.

Árni Hjartarson jarðfræðingur heldur fyrirlestur sem hann nefnir

Hellanöfn og hellasögur

Hellafræði (speleology) er gömul og gróin fræðigrein sem fjallar um  
hella og allt sem að þeim lýtur. Þess vegna hafa hellafræðingar einnig  
fengist við athuganir á nafngiftum hella. Samt lúta hellanöfn ekki  
neinum sérlögmálum innan nafnfræðinnar. Íslenska hella má flokka í  
fjóra meginflokka. Þeir eru: hraunhellar, aðrir náttúruhellar,  
manngerðir hellar og þjóðsagna- eða hulduhellar. Fjallað verður  
lítillega um þessa flokkunarfræði í fyrirlestrinum.
             Mörg hundruð hellar og skútar um allt land bera sjálfstæð  
nöfn. Mörg þeirra eru ævagömul og bera vitni um fornar nytjar, fólk og  
atburði. Fjöldi hella hefur fundist á síðustu árum og mörgum þeirra  
hafa verið gefin nöfn. Mikill meirihluti þeirra er nýr. Fjallað verður  
um þessi nýnefni, einkenni þeirra og flokkun. Margir hellar munu koma  
við sögu, t.d.  Surtshellir, Víðgelmir, Sóttarhellir, Mögugilshellir,  
Loddi, Papahellir, Gnipahellir, Rútmagahellir, Maístjarnan og  
Leiðarendi svo einhverjir séu nefndir.
Öllum er heimill aðgangur!
Stjórnin




More information about the Gandur mailing list