[Gandur] Þrjúbíó Í DAG: Þjóðfræði í mynd í Bíó Paradís - frítt inn

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Thu Oct 20 09:02:32 GMT 2011


Má bjóða þér í fræðilegt þrjúbíó í dag, fimmtudag?

Hvað: Þjóðfræði í mynd - þáttaröð um þjóðfræðirannsóknir
Hvar: Bíó Paradís á Hverfisgötu
Hvenær: Kl. 15 fimmtudaginn 20. október

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Nánar:
Níu þættir úr röðinni Þjóðfræði í mynd verða frumsýndir í dag í Bíó
Paradís. Hver þáttur um sig er 10-15 mínútur að lengd og kynnir rannsókn á
íslenskum veruleika í samræðum við alþjóðleg fræði. Þáttaröðin er tilraun
til að miðla með aðgengilegum hætti út í samfélagið þeirri þekkingu sem
verður til innan veggja háskólans.

Bollaspádómar, jólahald, menningartengd ferðaþjónusta, húsmæðraskólar,
lífrænn matur, umskiptingasagnir, hjálækningar óperusöngvara, opin eldhús,
matarboð, spútník-týpur og notaðar tískuflíkur eru á meðal þess sem er í
brennidepli í þessari þáttaröð sem sækir umfjöllunarefni sitt í BA og MA
ritgerðir sem skrifaðar hafa verið í þjóðfræði á undanförnum árum.

Í þáttunum er m.a. rætt er við höfunda ritgerðanna, ýmsa fræðimenn og
fleiri viðmælendur. Hægt verður að nálgast þættina frítt á netinu
(www.vimeo.com: leitarorð "Þjóðfræði í mynd") og þeir henta einkar vel sem
innslag í kennslu á framhaldsskólastigi.

Þáttaröðin er afrakstur af verkefni á vegum námsbrautar í þjóðfræði og
safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Verkefnið naut
styrks frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun.

Kvikmyndagerðarfólkið: Áslaug Einarsdóttir, Björk Hólm Þorsteinsdóttir og
Ólafur Ingibergsson.

----------------------

Þjóðfræði í mynd á netinu:

Facebook: http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=260736883962496

Viðburðardagatal HÍ:
http://www.hi.is/vidburdir/3_bio_i_bio_paradis_thjodfraedi_i_mynd

Nærmynd: http://www.hi.is/naermynd/thjodfraedi_i_mynd

Menningarpressan:
http://www.pressan.is/Menningarpressan/LesaMenningarfrett/okeypis-i-thrjubio-a-fimmtudag--thjodfraedi-i-mynd-frumsynd-i-bio-paradis

Vimeo: http://vimeo.com/user5715922







More information about the Gandur mailing list