[Gandur] Þrjúbíó á fimmtudaginn: Þjóðfræði í mynd í Bíó Paradís

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Tue Oct 18 09:44:46 GMT 2011


Skelltu þér í þjóðfræðilegt þrjúbíó á fimmtudag!

Þjóðfræði í mynd í Bíó Paradís á Hverfisgötu

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Níu þættir úr röðinni Þjóðfræði í mynd verða frumsýndir í Bíó Paradís á
fimmtudaginn, 20. október, kl. 15. Hver þáttur um sig er 10-15 mínútur að
lengd og kynnir rannsókn á íslenskum veruleika í samræðum við alþjóðleg
fræði. Rætt er við höfunda ritgerðanna, aðra fræðimenn og fleiri
viðmælendur.

Bollaspádómar  -  Jólahald  -  Menningartengd ferðaþjónusta
Húsmæðraskólar  -  Umskiptingasagnir  -  Lífrænn matur
Hjálækningar óperusöngvara  -  Opin eldhús og matarboð
og Spútník-týpur eru á meðal þess sem er í brennidepli í þessari þáttaröð
sem sækir umfjöllunarefni sitt í BA og MA ritgerðir sem skrifaðar hafa
verið í þjóðfræði á undanförnum árum.

Þáttaröðin er tilraun til að miðla með aðgengilegum hætti út í samfélagið
þeirri þekkingu sem verður til innan veggja háskólans. Hægt verður að
nálgast þættina frítt á netinu (www.vimeo.com: leitarorð "Þjóðfræði í
mynd") og þeir henta einkar vel sem innslag í kennslu á
framhaldsskólastigi. Þættirnir níu sem nú eru frumsýndir bætast við fimm
þætti sem fóru á netið í fyrra.

Sjö af níu þáttum sem eru frumsýndir 20. október gerðu þjóðfræðinemarnir
Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson en hina tvo gerði Áslaug Einarsdóttir
sem er í meistaranámi í mannfræði.

Þáttaröðin er afrakstur af verkefni á vegum námsbrautar í þjóðfræði og
safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Verkefnið naut
styrks frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun.

Höfundar ritgerðanna sem liggja þessum þáttum til grundvallar eru:
Áki Guðni Karlsson
Anna Kristín Ólafsdóttir
Berglind Marí Valdemarsdóttir
Eva Þórdís Ebenezersdóttir
Gunný Ísis Magnúsdóttir
Jón Þór Pétursson
Jóna Kristín Sigurðardóttir
Ólöf Breiðfjörð
Ólöf Dröfn Sigurbjörnsdóttir
og
Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir


Þjóðfræði í mynd á Facebook:
http://www.facebook.com/#!/event.php?eid=260736883962496

Þjóðfræði í mynd á vef HÍ:
http://www.hi.is/vidburdir/3_bio_i_bio_paradis_thjodfraedi_i_mynd

Þjóðfræði í mynd á vimeo: http://vimeo.com/user5715922/videos/




More information about the Gandur mailing list