[Gandur] Þjóðmenning og fötlun: 15 okt 14-16

Terry Gunnell terry at hi.is
Tue Oct 11 12:33:57 GMT 2011


“Þjóðmenning og fötlun, Rannsóknir og rímur" 

Málþing haldið í Þjóðminjasafni Íslands laugardaginn 15. október 2011 kl.
14.00-16.00 
Í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands munu námsbrautir í þjóðfræði og
fötlunarfræði í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands standa fyrir málþingi
laugardaginn 15. október. Á málþinginu verður fjallað um þjóðtrú og fötlun
og líf og verk Guðmunds Bergþórssonar, mikið fatlaðs manns sem var eitt
mikilsvirtasta rímnaskálds allra tíma og þjóðsagnarpersóna. Kveðið verður úr
rímum Guðmundar og hljómsveitin Einbreið brú mun flytja nokkrar rímur. 

Umsjón: Terry Gunnell terry at hi.is og Rannveig Traustadóttir rannvt at hi.is
Tengill við Þjóðminjasafn er Bryndís Sverrisdóttir, Sviðsstjóri
miðlunarsviðs Þjóðminjasafni Íslands. Sími: 530 2251 / 824 2034. Netfang:
bryndis at thjodminjasafn.is
Málþingið er auglýst í vetrarbækling Þjóðminjasafnsins

Fyrirlesarar eru Rósa Þorsteinsdóttir sem er einnig stundakennari í
þjóðfræði; Eva Þórdís Ebenezersdóttir (MA nemi í þjóðfræði), og Rannveig
Traustadóttir (próf. í fötlunarfræði).

Terry Gunnell er prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hann lauk
doktorsprófi frá University of Leeds í íslenskum fræðum. Sérsvið Terrys er
m.a. sagnir, þjóðtrú og hátíðir á Íslandi, Norðurlöndum og á Bretlandseyjum,
norræn trú, miðalda leiklist, gamanleikir og sviðslistafræði. Rannsóknir
hans síðustu ár hafa t.d. tengst trú Íslendinga á yfirnáttúrulega hluti.

Rannveig Traustadóttir er prófessor við Félags- og mannvísindadeild og
forstöðumaður Rannsóknaseturs í fötlunarfræðum. Hún lauk doktorsprófi í
fötlunarfræðum og kvennafræðum frá Syracuse háskóla í Bandaríkjunum.
Rannsóknir Rannveigar beinast að margbreytileika, minnihlutahópum og
mannréttindum. Hún rýnir meðal annars í það hvernig kyn, fötlun, þjóðerni,
kynhneigð og stéttarstaða samþættast í lífi fólks og leiða til mismununar
sumra og forréttinda annarra.

 



More information about the Gandur mailing list