[Gandur] hádegisfyrirlestur 6.október

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Tue Oct 4 10:29:22 GMT 2011


Kæru þjóðfræðingar um víðan völl

Í vetur stendur Félag þjóðfræðinga á Íslandi að fyrirlestarröð í samvinnu
við Þjóðminjasafn Íslands þar sem nýútskrifaðir meistarar í þjóðfræði
kynna MA rannsóknir sínar. Fyrirlestarnir verða fyrsta fimmtudag í hverjum
mánuði kl. 12:05-13:00 í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins og eru allir
velkomnir.

Fyrsti fyrirlesturinn verður næstkomandi fimmtudag 6.október og mun María
Ólafsdóttir þá fjalla um Haftaeldhús 5. áratugarins. Upplifun íslenskra
húsmæðra af skömmtunarárunum 1947-1950.

Auglýsingu á facebook má nálgast hér: 
https://www.facebook.com/event.php?eid=216917318370583

Fyrirlestrarnir eru gott tækifæri til að kynnast nýjustu íslensku
þjóðfræðirannsóknunum, sýna sig og sjá aðra.

með kveðju Stjórn FÞÍ

Hver fyrirlestur verður auglýstur sérstaklega bæði með tölvupósti og á
facebook í heild er fyrirlestraröðin á þessa leið:

6. oktober. María Ólafsdóttir:  Haftaeldhús 5. áratugarins. Upplifun
íslenskra húsmæðra af skömmtunarárunum 1947-1950

3. nóvember.  Eiríkur Valdimarsson. Á veðramótum. Íslenskar veðurspár og
veðurþekking þjóðarinnar fyrr og nú

1. desember. Anna Kristín Ólafsdóttir og Kristín Einarsdóttir: Jólin,
siðir og Grýla

5. janúar.  Áki Guðni Karlsson: Menningartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum

2. febrúar.  Vilborg Davíðsdóttir: ,,An dat´s de Peerie Story" - Rannsókn
og túlkun á sögnum tveggja Hjaltlendinga

1. mars Egill Viðarsson. Deilurnar um Vísur Vatnsenda-Rósu.
Höfundarréttur, þjóðlög og eignarhald á menningu

5. apríl (Skírdagur, enginn fyrirlestur)

3. maí Lenka Kovárová. The Swine in Old Nordic Religion and Worldview
(óstaðfest)




More information about the Gandur mailing list