[Gandur] Frá Sögufélaginu Steina á Kjalarnesi

Hrefna Sigríður Bjartmarsdóttir hsb3 at hi.is
Thu Jun 23 12:16:48 GMT 2011


Sæl verið þið! Um nk. helgi verða haldnir hátíðlegir Kjalnesingadagar með
tilheyrandi gleðskap. Sögufélagið Steini og sóknarnefnd Brautarholts býður
upp á neðangreinda dagskrá. Sjá einnig viðhengi.

Kær kveðja, Hrefna S. Sjartmarsdóttir :)


Laugardagur 25. Júní

Kl. 14:00 – 15:00 Söguganga í boði Sögufélagsins Steina. Dr. Baldur
Hafstað prófessor í íslensku við Háskóla Íslands fjallar um
Kjalnesingasögu og hugmyndaheim hennar. Gengið frá Fólkvangi, út á
Klébergið og að útikennslustofu.


Sunnudagur 26. Júní

Kl. 14:00 – 14:30 Helgistund á Esjubergi. Dr. Gunnar Kristjánsson og sr.
Gunnþór Ingason annast helgihald.

Kl. 14:30 – 15:00 Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur segir frá
fornleifarannsóknum sínum á Esjubergi og gengur um svæðið með gestum.

Kl. 15.00 – 17.00 Kirkjukaffi í Fólkvangi í boði sóknarnefndar
Brautarholts. Kvenfélagið Esja sér um kaffiveitingar.

Kl. 15:15 – 16: 45 Menningardagsskrá Sögufélagsins Steina og sóknarnefndar
Brautarholts í Fólkvangi:

Dr. Gunnar Kristjánsson prófastur – Hvers vegna viljum við þekkja söguna?
Hrefna S. Bjartmarsdóttir þjóðfræðingur - Örnefni í landi Brautarholts.
Sr. Gunnþór Þ. Ingason – Keltnesk kristni og siglingar Papa á Atlandshafi.

Verið velkomin!


More information about the Gandur mailing list