[Gandur] Fwd: Fréttatilkynning - Íslenska vitafélagið

Óli Gneisti Sóleyjarson oligneisti at gmail.com
Thu Jan 6 15:48:20 GMT 2011


*Örfirisey og fjörunytjar - laugardaginn 15. janúar*

Munnmælasagnir herma að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í Örfirisey.
En vitað er með vissu að í Örfirisey hefur verið verslun, lýsisbræðsla,
frystihús, sundlaug, hagaganga, aðsetur bandaríska hersins og að árið 1799
gekk yfir svo nefnt Bátsendaveður sem eyddi þar allri byggð um sinn.

Sigrún Magnúsdóttir, verkefnastjóri Sjóminjasafns Reykjavíkur og fl. segja
frá búsetu og strandmenningu í Örfirisey sögu hennar og landháttum.

*Strand- og fjörunytjar við Ísland       *


Frá fyrstu tíð hefur þjóðin nýtt afurðir hafsins sér til lífsviðurværis. Á
árum áður var auður stranda og fjöru kærkomin búbót. Þekking  fólks á
fjörugróðri, strandjurtum og skeljum var almenn og mun meiri en nú er.

Guðrún Hallgrímsdóttir, verkfræðingur er ein þeirra sem gaman hefur að því
að skoða fjöruna.  Í erindi sínu mun hún fræða okkur um fjörunytjar.

*Staður og stund:  Sjóminjasafnið
Víkin,
            Grandagarði 8, 101
Reykjavík
Laugardaginn 15. janúar klukkan 11:00-13:00*


More information about the Gandur mailing list