[Gandur] Staða lektors í þjóðfræði við Háskóla Íslands

Valdimar Tryggvi Hafstein vth at hi.is
Fri Dec 9 21:29:56 GMT 2011


Lektor í þjóðfræði - Háskóli Íslands, félags- og mannvísindadeild -
Reykjavík - 201112/012

8/12/2011
Háskóli Íslands

Við námsbraut í þjóðfræði og safnafræði félags- og mannvísindadeildar
Háskóla Íslands, er laust til umsóknar 100% starf lektors í þjóðfræði.

Ráðið verður í starfið til fimm ára með möguleika á ótímabundinni ráðningu
að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr.
569/2009. Lektornum er ætlað að sinna kennslu og rannsóknum í þjóðfræði og
skal m.a. bera ábyrgð á fyrsta árs námskeiði um þjóðsagnafræði.

Umsækjendur skulu hafa lokið doktorsprófi í þjóðfræði eða skyldum greinum.
Góð íslenskukunnátta er skilyrði. Æskilegt er að umsækjendur hafi
kennslureynslu á ofangreindum sviðum. Krafist er góðrar samstarfshæfni,
lipurðar í mannlegum samskiptum, sjálfstæðra vinnubragða auk góðrar hæfni
til að miðla eigin kunnáttu. Horft verður til þess að umsækjendur falli
sem best að aðstæðum og þörfum námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði.

Starfið krefst búsetu og atvinnuréttinda á Íslandi. Lektorinn þarf að geta
hafið störf í síðasta lagi haustið 2012.

Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið
eftir ákvæðum laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglna um Háskóla
Íslands nr. 569/2009.

Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2012.

Umsóknir skulu berast á rafrænu formi á netfangið  bmz at hi.is.

Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni vottorð um námsferil sinn og
störf, ritaskrá, skýrslu um vísindastörf og önnur störf sem þeir hafa
unnið og greinargerð um áform ef til ráðningar kemur. Í umsókn skal koma
fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur
mikilvægast með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir
eingöngu þessi ritverk sín með umsókn, eða vísar til þess hvar þau eru
aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að
innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til
verksins.

Enn fremur er ætlast til þess að umsækjendur láti fylgja með umsagnir um
kennslu- og stjórnunarstörf sín, eftir því sem við á. Þá er óskað eftir
greinargerð um hugmyndir umsækjenda um þróun þjóðfræði við Háskóla
Íslands, þ. á. m. hugmyndir um áhersluþætti námsins, alþjóðlegt samstarf
og áætlun um þær rannsóknir sem umsækjendur hyggjast vinna að verði þeim
veitt starfið.

Umsókn og umsóknargögn sem ekki er skilað rafrænt skal skila í tvíriti til
vísindasviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík. Öllum
umsækjendum verður svarað og þeim tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar
ákvörðun hefur verði tekin.

Laun eru skv. kjarasamningi Félags háskólakennara og fjármálaráðherra.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Terry Gunnell, prófessor og formaður
námsbrautar í þjóðfræði og safnafræði í síma 525-4549 netfang:
terry at hi.is.

Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun
skólans.




More information about the Gandur mailing list