[Gandur] 3. í aðventu!

Eva Þórdís Ebenezersdóttir ethe3 at hi.is
Fri Dec 9 08:01:49 GMT 2011


Þjóðfræðingar og aðrir velunnarara :)

Í Jólabókaflóðinu í ár eru tvær glæsilegar bækur eftir tvo glæsilega
þjóðfræðinga.

Til að fagna þessum glæsilegu bókum og höfundum ætlum við að eiga notalega
upplestrar stund á Stofunni í Aðalstræti7 við Ingólfstorg næsta sunnudag,
3. sunnudag í aðventu. Lesturinn hefst kl. 16:00

Bækurnar eru...
Flugan sem stöðvaði stríðið
Eftir Bryndísi Björgvinsdóttur, sem fékk íslensku barnabóka verðlaunin
fyrir bókina.
og
Sagan upp á hvern mann. Átta íslenskir sagnamenn og ævintýrin þeirra.
Eftir Rósu Þorsteinsdóttur


Rósa og Bryndís ætla að lesa upp úr bókunum sínum og hægt verður að festa
kaup á bókunum og hver veit nema þær áriti eintökin.

Börn, konur og karlar eru hjartanlega velkomin. Mætum og sköpum notalega,
jólalega og þjóðfræðilega stund. Piparkökur í boði FÞÍ :D

með aðventukveðju
Stjórnin


FLUGAN SEM STÖÐVAÐI STRÍÐIÐ
Bryndís Björgvinsdóttir
myndasmiður: Þórarinn Már Baldursson

Kolkex, Hermann Súkker og Flugan eru ósköp venjulegar húsflugur sem fáir
taka eftir og gera sjaldnast neitt merkilegt. Þar til daginn sem
rafmagnsflugnaspaðinn kemur inn á heimilið og þær ákveða að flýja. Þetta
er óvenjuleg saga, bráðfyndin og alvarleg í senn, um flugur, fólk og
stríð, sem valin var úr fjölda handrita sem kepptu um Íslensku
barnabókaverðlaunin 2011.

SAGAN UPP Á HVERN MANN
Átta íslenskir sagnamenn og ævintýrin þeirra
Rósa Þorsteinsdóttir

Fjallað er um heimssýn í ævintýrum og sagnasjóðum sagnafólks, sex kvenna
og tveggja karla, sem er valið úr hópi þeirra fjölmörgu sem sagt hafa
ævintýri sín og sögur inn á segulbönd sem varðveitt eru í Árnasafni í
Reykjavík. Reynt er að leita svara við spurningum um hlutverk og umhverfi
ævintýranna, hvort og þá hvernig náttúrlegt og félagslegt umhverfi
endurspeglast í ævintýrunum sem sagnafólkið velur að segja. Æviskeið
fólksins er því kannað og sagnasjóður hvers og eins gaumgæfður. Margar
sögur sagnafólksins eru einnig prentaðar í bókinni.

https://www.facebook.com/events/329997473681772/







More information about the Gandur mailing list