[Gandur] Guli borðinn: Málþing um mótmælaréttinn, 3. maí

vth at hi.is vth at hi.is
Fri Apr 29 14:43:23 GMT 2011


Guli borðinn: Rétturinn til að mótmæla

Þing í máli og myndum í Bíó Paradís á alþjóðadegi tjáningar- og
fjölmiðlafrelsis, þriðjudaginn 3. maí, kl. 14 til 17.
 
Til þingsins býður íslenska Unesco-nefndin í samstarfi við Blaðamannafélag
Íslands og Mannréttindaskrifstofu Íslands.
 
Markmiðið með málþinginu er að efna til gagnrýninnar og uppbyggilegrar
umræðu um mótmælaréttinn. Tilefnið er sú hreyfing sem mótmælin veturinn 2008
til 2009 kom á samfélagið og dómurinn í máli níumenninganna sem féll fyrr á
þessu ári. Íslenskt samfélag stendur á krossgötum í kjölfar dómsmálsins. Því
er mikilvægt að staldra við, kryfja málið allt og horfa um leið til
framtíðar og þess samfélags sem við viljum byggja. Sömuleiðis er ætlunin að
staðsetja þessi umbrot á Íslandi í stærra samhengi tjáningarfrelsis,
mótmæla, valdstjórnar og þjóðfélagsumbrota í heiminum á okkar dögum.
 
Frummælendur:
Ingólfur V. Gíslason, dósent í félagsfræði við HÍ, 
Sólveig Jónsdóttir, leikskólaleiðbeinandi og ein af níu mótmælendum sem
ákærðir voru fyrir árás á Alþingi, 
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins og 
Haukur Már Helgason, skáld, kvikmyndagerðarmaður og heimspekingur.
 
Þátttakendur í pallborði, auk frummælenda:
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands og 
Elfa Ýr Gylfadóttir, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu.
 
Sýnd verða brot úr tveimur nýjum íslenskum heimildamyndum á vinnslustigi sem
báðar verða frumsýndar síðar á þessu ári: 
- Tökum málin í okkar hendur - heimildamynd Önnu Þórsdóttur, meistaranema í
þjóðfræði við HÍ, um aktívisma á Íslandi 
og 
- Ge9n - heimildamynd Hauks Más Helgasonar, skálds og heimspekings, um mál
níumenninganna sem ákærðir voru fyrir árás á Alþingi
 
Þetta þing í máli og myndum er hið fyrsta i röð málþinga sem íslenska Unesco
nefndin mun standa fyrir tvisvar á ári næstu árin. Ætlunin er að taka á þeim
til umfjöllunar helstu málefnasvið Unesco. Unesco fer meðal annars með
málefni tjáningarfrelsis innan Sameinuðu þjóðanna, en rétturinn til að
mótmæla er veigamikil stoð tjáningarfrelsisins.
 


More information about the Gandur mailing list